Vigdís Edda Friðriksdóttir í Þór/KA

Miðjumaðurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir (1999) er á leið í Þór/KA, en hún hefur undanfarin tvö tímabil verið hjá Breiðabliki. Vigdís Edda skrifar undir tveggja ára samning við Þór/KA.

Angela og Krista æfa með U16

Magnús Örn Helgason hefur valið 26 leikmenn til æfinga með U16 landsliðinu sem fram fara 8. og 9. febrúar.

Öruggur sigur gegn Völsungi

Þór/KA sigraði Völsung, 6-1, í Kjarnafæðismótinu í dag. Fimm leikmenn skoruðu þessi sex mörk - og lánsleikmaður frá Þór/KA skoraði mark Völsungs.

Pantaðu pappir og fáðu hann heim

Leikmenn í Þór/KA eru milliliðir við sölu á pappír frá Papco - í fjáröflunarskyni fyrir félagið. Stelpurnar taka við pöntunum og greiðslum og koma pappírnum heim til þín.

Tiffany McCarty semur við Þór/KA

Það er skammt stórra högga á milli hjá okkur þessa dagana. Í dag bætist í hópinn okkar bandaríski framherjinn Tiffany Janea McCarty.

Fimm á úrtaksæfingar U15

Enn bætist í hóp þeirra leikmanna úr okkar röðum sem boðaðar eru á landsliðsæfingar. Fimm leikmenn eru á leið til æfinga með U15 landsliðinu 26.-28. Janúar.

Tólf í landsliðsverkefnum

Frá því að keppnistímabilinu lauk í haust hefur verið nóg að gera hjá fjölmörgum leikmönnum okkar á æfingum með yngri landsliðunum.

Breytingar á Kjarnafæðismótinu

Einherji hefur dregið lið sitt út úr Kjarnafæðismótinu. Leikur okkar við Völsung færður til 23. janúar.

Hulda Björg, Margrét og Saga Líf í U23

Þór/KA á þrjá fulltrúa í æfingahópi U23 landsliðsins sem kemur saman í Skessunni í Hafnarfirði í næstu viku.

Ísfold Marý og Unnur í U19

Landsliðshópur U19 kemur saman til æfinga 24.-26. janúar. Tvær úr okkar röðum eru í hópnum, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir.