07.01.2022
Saga Líf Sigurðardóttir (1999) hefur undirritað nýjan samning við Þór/KA og verður því áfram hjá félaginu að minnsta kosti út árið 2022.
31.12.2021
Við lokum árinu 2021 með undirritun samnings við nýjan leikmann, bandarískan varnarmann.
17.12.2021
Þór/KA mætti liði FHL í fyrstu umferð Kjarnafæðismótsins síðastliðinn sunnudag og fór með 4-2 sigur af hólmi. Hér eru mörkin okkar.
13.12.2021
Tveir leikmenn undirrituðu samninga við Þór/KA í gær. Agnes Birta Stefánsdóttir framlengir sinn samning um eitt ár og Unnur Stefánsdóttir samdi við félagið, einnig til eins árs.
12.12.2021
Þór/KA mætti liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í fyrstu umferð Kjarnafæðismótsins 2022 í Boganum í dag og sigraði, 4-2 með mörkum frá Unu Móeiði, Ísfold Marý, Agnesi Birtu og Sonju Björg.
12.12.2021
Þór/KA hefur keppni í Kjarnafæðismótinu í dag, sunnudaginn 12. desember.
03.12.2021
KSÍ hefur birt drög að leikjaniðurröðun í Lengjubikarnum 2022.
02.12.2021
Úthlutað var styrkjum úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á fullveldisdaginn, miðvikudaginn 1. desember.
30.11.2021
Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri kom saman til æfinga 19.-21. nóvember. Þar áttum við einn fulltrúa, Ísfold Marý Sigtryggsdóttur (2004).
19.11.2021
Strax að loknum síðasta leiknum hjá Þór/KA í Íslandsmótinu undir miðjan september óskaði heimasíðuritari eftir því að fá að setjast niður með fyrirliðanum Örnu Sif Ásgrímsdóttur til að gera upp tímabilið og bara almennt að ræða um fótboltann, félagið og hana sjálfa. Af mörgum og mismunandi ástæðum varð dráttur á að úr þessu yrði - en svo gerðist það.