Karfan er tóm.
Páskafótboltaskóli Þórs/KA hefst á morgun, mánudaginn 11. apríl. Hann verður í Boganum á mánudag kl. 12-14, og síðan á þriðjudag og miðvikudag kl. 11-13. Uppselt er í skólann og verður ekki tekið við fleiri skráningum.
Þeim sem ætla að millifæra gjaldið er bent á að gera það fyrir kl. 10 á mánudagsmorguninn. Reikningurinn er 0566-26-6004, kt. 6409091020. Einnig verðum við með posa á staðnum. Við hvetjum þátttakendur til að mæta örlítið fyrr fyrsta daginn þar sem það mun taka smá tíma að taka á móti öllum, taka við greiðslum frá þeim sem eiga það eftir og ná saman þátttakendum í hópana.
Þátttakendum verður skipt í sex hópa og æfingasvæðinu í sex mismunandi stöðvar þar sem farið verður í fjölbreyttar æfingar. Eftir ákveðinn tíma á hverri stöð er skipt og hóparnir færa sig á þá næstu. Við verðum með yfirþjálfara á hverri stöð, allt leikmenn úr meistaraflokknum okkar sem starfa við og hafa reynslu af þjálfun, ásamt fleiri leikmönnum sem verða til aðstoðar.
Eftir þrjár stöðvar verður gert hlé og boðið upp á smá hressingu, safa og ávexti.
Elstu krakkarnir fá svo frí frá boltanum seinni klukkutímann á miðvikudeginum og fá fyrirlestur frá reyndum atvinnukonum í fótboltanum.
Aðalmarkmiðið er að bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar þannig að engum muni leiðast á námskeiðinu.