08.01.2026
Hulda Björg Hannesdóttir var valin íþróttakona Þórs árið 2025. Kjörinu var að venju lýst í hófi í Hamri á þrettándanum.
01.01.2026
Þór/KA óskar ykkur öllum gæfuríks árs. Bestu þakkir til ykkar allra fyrir allt á liðnu ári. Leikmenn og fjölskyldur, sjálfboðaliðar í stjórn og öðru starfi, þjálfarar og annað starfsfólk, stuðningsfólk, samstarfsfyrirtæki, keppinautar, dómarar og öll sem gerðu okkur kleift að gera það sem við elskum, að spila fótbolta, kærar þakkir fyrir ykkar framlag til félagsins á árinu sem er að líða og í gegnum tíðina.
11.12.2025
Sandra María Jessen heldur áfram að standa sig frábærlega með 1. FC Köln í Þýskalandi. Hún skoraði þrennu í 4-1 útisigri liðsins á HSV á mánudagskvöld. Eftir því sem næst verður komist var leikurinn á mánudaginn 250. leikur Söndru Maríu í efstu deild, samanlagt á Íslandi, Í Þýskalandi og Tékklandi.
07.12.2025
Þór/KA sendir tvö lið til þátttöku í Kjarnafæðimótinu þetta árið, eins og oftast áður. Lið 1 hóf leik á föstudag þegar stelpurnar mættu liði Dalvíkur í Boganum. Lokatölur urðu 8-1.
05.12.2025
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðanum. Í öllu íþróttastarfi eru sjálfboðaliðar ómissandi og ómetanlegir. Framlag þeirra heldur uppi íþróttastarfinu í landinu, jafnt hjá Þór/KA sem og hjá öðrum félögum og í hinum ýmsu íþróttagreinum.
04.12.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Höllu Bríeti Kristjánsdóttur til næstu tveggja ára.
26.11.2025
Emma Júlía Cariglia hefur undanfarna daga verið með U15 landsliði Íslands á UEFA Development Tournament í Englandi. Liðið vann einn leik og tapaði tveimur, endaði í 3. sæti. Emma var í byrjunarliðinu í tveimur af þessum þremur leikjum.
17.11.2025
Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.
12.11.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Örnu Sif Ásgrímsdóttur til næstu tveggja ára. Arna Sif gengur til liðs við félagið frá Val þar sem samningur hennar rennur út 16. nóvember.
11.11.2025
María Catharina Ólafsdóttir Gros var heiðruð af félagi sínu í sænsku úrvalsdeildinni, Linköping FC, fyrir síðasta heimaleik liðsins í deildinni í gær. Hún var valin rísandi stjarna félagsins, eða besti nýliðinn, á tímabilinu sem nú er rétt ólokið. María hlaut að launum tíu þúsund sænskar krónur.