Árið í máli, myndum og tölum - 2. flokkur U20 - 1. hluti

Þór/KA sendi tvö lið til keppni í Íslandsmótinu í 2. flokki U20 í samstarfi við Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák. A-liðið okkar vann tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitil. Þar sem ekki er í boði eiginleg keppni B-liða í 2. flokki spilaði lið 2 frá okkur í B-deild gegn A-liðum þeirra fimm félaga sem voru með liðinu í riðli. 

3. flokkur: verðlaunahafar og hópmyndir

Núna þegar keppnistímabilinu er lokið hjá okkar liðum er tímabært að líta um öxl og skrásetja það helsta frá nýliðnu keppnistímabili. Farið verður yfir árangur liðanna okkar, sem var frábær, í sér yfirferð síðar í vikunni, en nú er komið að verðlaunahöfum í 3. flokki.

Kollubikarinn 2024: Hulda Ósk Jónsdóttir

Hulda Ósk Jónsdóttir er handhafi Kollubikarsins 2024.

Landsliðin: Sandra María í A, þrjár í U15

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið í Bestu deild kvenna og yngri flokkunum taka við landsliðsverkefni. A-landsliðið fer til Bandaríkjanna og þar eigum við okkar fulltrúa, sem kemur engum á óvart.

Vel heppnað lokahóf - verðlaunahafar

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks U20 fór fram í Hamri, félagsheimili Þórs, í gærkvöld. Hófið var með hefbundnum hætti, verðlaunaveitingar, skemmtilegar ræður og heimatilbúin skemmtiatriði, gjafir og að sjálfsögðu góður matur. Frábær stemning þó ekki hafi öll þau sem tengjast þessum flokkum haft tök á að mæta

Í lok tímabilsins 2024 – Jóhann Kristinn Gunnarsson skrifar

Þá er löngu og ströngu tímabili lokið og gerði Þór/KA sér glaðan dag í gærkvöldi til að gera upp árið. Viðurkenningar, frábært lokahófsskaup leikmanna, glæsilegur matur og allt eins og best verður á kosið. Stjórn og sjálfboðaliðar aðrir unnu frábærlega að öllu svo leikmenn og þjálfarar gætu endað tímabilið á góðu nótunum. Takk öll fyrir gott kvöld!

Besta deildin: Sandra María valin besti leikmaðurinn

Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar þetta árið, en það eru leikmenn liðanna í deildinni sem velja. Sandra María fékk verðlaunin, Flugleiðahornið svokallaða, afhent núna fyrir nokkrum mínútum, fyrir leik Þórs/KA og Víkings sem hófst kl. 14.

Sex leikmenn undirrita nýja samninga

Sex leikmenn meistaraflokks hafa endurnýjað samninga sína við Þór/KA til næstu tveggja ára og von á fleiri undirskriftum á næstu dögum. 

Þór/KA og Íslandsbanki endurnýja samstarfssamning

Þór/KA og Íslandsbanki hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, og Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, undirrituðu samninginn í Hamri í gær.

Besta deildin: Lokaleikur tímabilsins á laugardag kl. 14

Þór/KA tekur á móti liði Víkings á Greifavellinum kl. 14 á morgun, laugardaginn 5. október, í lokaumferð efri hluta Bestu deildarinnar.