Árið í máli, myndum og tölum - 2. flokkur U20 - 1. hluti

Íslandsbikarinn á loft. Emelía Ósk Krüger, fyrirliði liðs 1 í 2. flokki, hampar Íslandsmeistarabikar…
Íslandsbikarinn á loft. Emelía Ósk Krüger, fyrirliði liðs 1 í 2. flokki, hampar Íslandsmeistarabikarnum eftir að stelpurnar tryggðu sér titilinn með sigri í næstsíðasta leik liðsins. Mynd: Ármann Hinrik Kolbeinsson.
- - -

Þór/KA sendi tvö lið til keppni í Íslandsmótinu í 2. flokki U20 í samstarfi við Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák. A-liðið okkar vann tvöfalt, bæði Íslands- og bikarmeistaratitil. Þar sem ekki er í boði eiginleg keppni B-liða í 2. flokki spilaði lið 2 frá okkur í B-deild gegn A-liðum þeirra fimm félaga sem voru með liðinu í riðli. 

Annað árið í röð vinnur Þór/KA Íslandsmeistaratitil í 2. flokki U20. Liðið vann með yfirburðum í fyrra, fullu húsi stiga, 30 stig úr tíu leikjum (A-deild 2023), og raunar nokkrum yfirburðum einnig í ár því Þór/KA/Völ/THK vann 12 leiki af 14 og endaði með 36 stig, átta stigum meira en Selfoss sem endaði í 2. sætinu.  

Liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á liði Víkings 15. september og átti þá einum leik ólokið. Ármann Hinrik Kolbeinsson mætti með myndavélina á leikinn gegn Víkingi og afraksturinn að sjálfsögðu kominn í myndaalbúm hér á síðunni.

Þór/KA/Völsungur/THK Íslandsmeistarar 2024

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Aníta Ingvarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Ísey Ragnarsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Amalía Árnadóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari og Margrét Árnadóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóhannsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Arna Rut Orradóttir, Bryndís Eiríksdóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.

Mynd: Ármann Hinrik.

- - -

Hér má sjá lokastöðuna í A-deildinni. Ef smellt er á myndina er hægt að skoða úrslit leikja, leikskýrslur og fleira á vef KSÍ.

Fyrir leik gegn FHL í Fjarðabyggðarhöllinni 10. maí 2024

Aftari röð frá vinstri: Rakel Hólmgeirsdóttir, Elsa Dís Snæbjarnardóttir, Elísabet A. Stefánsdóttir, Heiðrún Erla Stefánsdóttir, Nína rut Arnardóttir, Hanna Klara Birgisdóttir, Elísabet Nótt Guðmundsdóttir, Móeiður Alma Gísladóttir, Tinna Sverrisdóttir.

Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Klara Parraguez Solar, Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Sigríður H. Stefánsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir, Rut Marín Róbertsdóttir og Eva S. Dolina-Sokolowska.

- - -

Leikirnir hjá liði 2 reyndust meiri áskorun því eins og kom fram í inngangi mættu stelpurnar þar A-liðum þeirra félaga sem voru með okkur í riðli, Fylkir/Afturelding, FHL, Stjarnan/Afturelding, Þróttur og Haukar. Liðið vann þó tvo leiki af tíu og gerði eitt jafntefli.

Bikarmeistarar 

Eftir sex ára bið náði lið frá Þór/KA loksins að vinna bikarkeppni 2. flokks nú í sumar með 4-1 sigri á liði Selfoss í úrslitaleik á Greifavellinum undir lok september. Síðasti bikarmeistaratitill vannst árið 2017 og þá unnu Þór/KA/Hamrarnir einnig tvöfalt eins og nú. Liðið vann Stjörnuna 1-0 í úrslitaleik á Þórsvellinum 24. september 2017 og skemmtilegt að segja frá því að ein úr þjálfarateymi liðsins í sumar, Margrét Árnadóttir, skoraði einmitt markið í þeim leik. 

Tvisvar á undanförnum árum hefur lið frá okkur komist í bikarúrslitaleikinn, en beðið lægri hlut fyrir FH/ÍH í bæði skiptin, 1-3 árið 2023 (Þór/KA/Völsungur) og 1-3 árið 2018 (Þór/KA/Hamrarnir). Bæði árin sem liðið tapaði bikarúrslitaleiknum vann það Íslandsmeistaratitilinn. 

  • Leikir liðsins í bikarkeppninni
    22.06. - HK-Þór/KA/Völ/THK 1-4
    08.08. - Þór/KA/Völ/THK - FHL 3-0
    01.09. - FH/ÍH - Þór/KA/Völ/THK 1-4
    27.09. - Þór/KA/Völ/THK - Selfoss 4-1
  • Bikarkeppni 2. fl. U20 (ksi.is)

Alls komu 27 knattspyrnukonur úr okkar röðum við sögu í leikjum liðsins í bikarkeppninni, þar sem þær spiluðu einnig leiki liðsins í Íslandsmótinu látum við nægja að birta nafnalistann aðeins með öðru mótinu. Markaskorun var nokkuð jafnt skipt niður á hópinn. Þrjár skoruðu tvö mörk í leikjum liðsins, þær Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Bríet Jóhannsdóttir og Emelía Ósk Krüger.

Bikarmeistarar 2. flokks U20 árið 2024. 

Aftari röð frá vinstri: Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari, Ólína Helga Sigþórsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Amalía Árnadóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Nína Rut Arnardóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Katla Bjarnadóttir, Bríet Jóhannsdóttir og Margrét Árnadóttir þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Emelía Ósk Krüger fyrirliði, Angela Mary Helgadóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Arna Rut Orradóttir og Júlía Margrét Sveinsdóttir.

- - -

Að loknum sigri gegn HK í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar

Aftari röð frá vinstri: Tinna Sverrisdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Arna Rut Orradóttir, Katla Bjarnadóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Ísey Ragnarsdóttir. 

Fremri röð frá vinstri: Sonja Björg Sigurðardóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Angela Mary Helgadóttir og Rebekka Sunna Brynjarsdóttir.