Vel heppnað lokahóf - verðlaunahafar

Næstum öll stjórn Þórs/KA á lokahófinu í gærkvöld. Frá vinstri: Birgir Örn Reynisson, Kristín Elva V…
Næstum öll stjórn Þórs/KA á lokahófinu í gærkvöld. Frá vinstri: Birgir Örn Reynisson, Kristín Elva Viðarsdóttir, Dóra Sif Sigtryggsdóttir, Guðrún Una Jónsdóttir og Steinunn Heba Finnsdóttir. Á myndina vantar Nönnu Björnsdóttur.
- - -

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks U20 fór fram í Hamri, félagsheimili Þórs, í gærkvöld. Hófið var með hefbundnum hætti, verðlaunaveitingar, skemmtilegar ræður og heimatilbúin skemmtiatriði, gjafir og að sjálfsögðu góður matur. Frábær stemning þó ekki hafi öll þau sem tengjast þessum flokkum haft tök á að mæta

Auk þeirra verðlauna sem tengjast Bestu deildinni og voru afhent fyrir og eftir lokaleik liðsins í gær voru veitt innanfélagsverðlaun þar sem stelpurnar sjálfar kusu þá bestu, efnilegustu og leikmann leikmannanna úr sínum röðum.

Verðlaunahafar í meistaraflokki

  • Besti leikmaður: Sandra María Jessen
  • Efnilegasti leikmaður: Bríet Jóhannsdóttir
  • Leikmaður leikmannanna: Margrét Árnadóttir
  • Kollubikarinn: Hulda Ósk Jónsdóttir

Nánar verður sagt frá Kollubikarnum í annarri frétt.

Verðlaunahafar í meistaraflokki: Bríet Jóhannsdóttir, Sandra María Jessen, Margrét Árnadóttir og Hulda Ósk Jónsdóttir.

Verðlaunahafar í 2. flokki U20

  • Lið 1, besti leikmaður: Bríet Jóhannsdóttir
  • Leikmaður leikmannanna: Angela Mary Helgadóttir
  • Lið 2, besti leikmaður: Dagbjört Rós Hrafnsdóttir
  • Leikmaður leikmannanna: Rut Marín Róbertsdóttir

Þrjár af fjórum sem verðlaunaðar voru fyrir frammistöðu með liðum 2. flokks U20. Bríet Jóhannsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir og Angela Mary Helgadóttir.

  •