Að mörgu að hyggja á stóru heimili og dálítill tími sem fer í að skrifa og taka saman myndir þannig að ferðabókarbrot búningastjórans berast ekki endilega á hverjum degi.
Eins og fram hefur komið eru 27 Þór/KA-stelpur ásamt fylgdarliði staddar við æfingar á Tenerife í viku. Fréttaritari hópsins settist við lyklaborðið í smá stund og blaðraði um ferðalagið og fyrstu dagana. Við hendum því hér í loftið ásamt myndum.
Tvö af liðunum okkar í 3. flokki unnu 3-1 sigra á Gróttu /KR í gær. Eins og staðan er núna er hugsanlegt að Þór/KA eigi tvö lið af sjö í A-riðlinum í keppni A-liða þegar þriðja og síðasta lota mótsins hefst.
Þór/KA fær Maríu Catharinu Ólafsdóttur Gros aftur í sínar raðir eftir að hún var hjá Celtic í Skotlandi í tæpt ár. María Catharina skrifaði undir samning við félagið í dag og mun að óbreyttu leika með Þór/KA út þessa og næstu leiktíð.