01.06.2022
Þór/KA mætir liði Keflavíkur í sjöundu umferð Bestu deildarinnar í dag kl. 18. Leikurinn er mikilvægur báðum liðum, sem sitja í 7. og 8. sæti deildarinnar eftir að þriðjungi hennar er lokið.
01.06.2022
Þór/KA hefur um árabil átt farsælt samstarf við stóru kjötiðnaðarfyrirtækin á Norðurlandi, Kjarnafæði og Norðlenska. Í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur við sameinað fyrirtæki.
29.05.2022
Þór/KA tryggði sér nokkuð auðveldlega sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins með stórsigri á Haukum í gær.
29.05.2022
Frá því á fimmtudag og fram til dagsins í dag fóru fram fimm leikir hjá liðunum okkar í 3. flokki. Þór/KA spilaði tvo leiki í A-riðli og vann báða. Þór/KA2 spilaði einn leik í B-riðli og vann hann. Þriðja liðið, sem spilar keppni B-liða, spilaði tvo leiki, vann annan og tapaði hinum.
27.05.2022
Það verður bongó, borgari og bolti hjá okkur laugardaginn 28. maí. Þór/KA mætir Haukum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarins. Við hitum upp í Hamri frá kl. 13.
25.05.2022
Fimm leikir verða hjá liðunum okkar í 3. flokki á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Leikirnir fara allir fram í Boganum.
24.05.2022
Þrátt fyrir að hafa náð þriggja marka forystu og skorað fjögur mörk máttu stelpurnar í Þór/KA sætta sig við að halda heim úr Vestmannaeyjum án stiga.
19.05.2022
Þór/KA fékk slæma útreið á í Laugardalnum í gær þegar liðið mætti Þrótti í fimmtu umferð Bestu deildarinnar. Þróttarar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum. Lokatölur 4-1.
14.05.2022
Selfyssingar fóru heim í dag með öll þrjú stigin úr jafnri viðureign við Þór/KA í Bestu deildinni þar sem úrslitin réðust á vafasömum vítaspyrnudómi.
13.05.2022
Þór/KA tekur á móti liði Selfoss í 4. umferð Bestu deildarinnar kl. 14 á morgun, laugardaginn 14. maí. Vakin er athygli á breyttri tímasetningu, en upphaflega var leikurinn á dagskrá kl. 16.