Karfan er tóm.
Frá því á fimmtudag og fram til dagsins í dag fóru fram fimm leikir hjá liðunum okkar í 3. flokki. Þór/KA spilaði tvo leiki í A-riðli og vann báða. Þór/KA2 spilaði einn leik í B-riðli og vann hann. Þriðja liðið, sem spilar keppni B-liða, spilaði tvo leiki, vann annan og tapaði hinum.
Þór/KA mætti Hafnarfjarðarliðunum núna í vikunni í A-riðlinum, lotu 2, fyrst FH/ÍH á fimmtudag og svo Haukum/KÁ í dag. Þór/KA vann báða leikina, fyrst 2-0 gegn FH/ÍH með mörkum frá Önnu Guðnýju Sveinsdóttur og Bríeti Jóhannsdóttur, síðan 2-1 gegn Haukum/KÁ í dag. Liðið er því komið með sex stig eftir tvo leiki.
Leikskýrslur á vef KSÍ:
Þór/KA - FH/ÍH
Þór/KA - Haukar/KÁ
Staða, úrslit leikja og leikjadagskrá - á vef KSÍ.
Þór/KA2, sem spilar í B-riðli í lotu 2, mætti liði Austurlands á föstudagskvöldið og hafði sigur, 2-1. Austurland komst yfir í fyrri hálfleik, en Emilía Björk Óladóttir jafnaði. María Björg Steinmarsdóttir skoraði svo annað mark liðsins undir lok leiksins. Þetta var fyrsti leikur liðsins í lotu 2.
Leikskýrsla á vef KSÍ:
Þór/KA2 - Austurland
Þriðja liðið frá Þór/KA, sem spilar í A-riðli í Íslandsmóti B-liða, fékk skell á móti FH/ÍH á fimmtudaginn, 1-11, en mætti síðan Haukum/KÁ í dag og vann 5-0. Liðið hefur spilað fjóra leiki og er með fjögur stig, en þetta var fyrsti sigur liðsins í mótinu.
Leikskýrslur á vef KSÍ:
Þór/KA - FH/ÍH
Þór/KA - Haukar/KÁ