Leikjatörn hjá 3. flokki

Fimm leikir verða hjá liðunum okkar í 3. flokki á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Leikirnir fara allir fram í Boganum.

Til upprifjunar er rétt að geta þess að félagið teflir fram þremur liðum á Íslandsmótinu í 3. flokki, tveimur A-liðum og einu B-liði. A-liðin hófu keppni í A- og C-riðli í fyrstu lotunni sem spiluð var í mars og apríl. Bæði unnu sinn riðil og hefur Þór/KA2 því færst upp í B-riðil. Þriðja liðið er svo í íslandsmóti B-liða og spilar þar í A-riðli.

Eins og alltaf er í yngri flokkum er talsvert um breytingar og tilfærslur á leikjum frá upphaflegri leikjadagskrá sem gefin er út af KSÍ og finna má á ksi.is. Til að mynda áttu að vera leikir gegn Gróttu/KR, en þeir hafa verið færðir.

Leikirnir sem fram undan eru hjá 3. flokki.

Fimmtudagur 26. maí

Boginn kl. 14:15
A-riðill, lota 2
Þór/KA - FH/ÍH

Boginn kl. 16:00
B-lið, A-riðill
Þór/KA - FH/ÍH

Föstudagur 27. maí

Boginn kl. 19:00
B-riðill, lota 2
Þór/KA2 - Austurland

Sunnudagur 29. maí

Boginn kl. 15:00
A-riðill, lota 2
Þór/KA - Haukar/KÁ

Boginn kl. 16:45
B-lið, A-riðill
Þór/KA - Haukar/KÁ

Hér má sjá stöðutöflur, leikjadagskrá og úrslit leikja hjá liðunum okkar:*
A-riðill, lota 2 - Þór/KA
B-riðill, lota 2 - Þór/KA2
B-lið, A-riðill - Þór/KA