Karfan er tóm.
Vigdís Edda Friðriksdóttir, sem kom til okkar í vetur frá Breiðabliki hefur fengið félagaskipti í FH.
Vigdís Edda kom við sögu í níu leikjum með Þór/KA í Bestu deildinni, tveimur í Mjólkurbikarnum og fimm leikjum í Lengjubikarnum þar sem hún skoraði eitt mark.
Vigdís Edda og Þór/KA komust að samkomulagi um riftun samnings hennar við félagið og hefur hún nú þegar fengið félagaskipti í FH og spilað sinn fyrsta leik fyrir Hafnarfjarðarliðið í Lengjudeildinni.
Þór/KA óskar Vigdísi góðs gengis í nýjum verkefnum.