Tveir sigrar hjá 3. flokki

Vesturbæingar og Seltirningar sóttu ekki gull í greipar Akureyringa um helgina.
Vesturbæingar og Seltirningar sóttu ekki gull í greipar Akureyringa um helgina.
 
Tvö af liðunum okkar í 3. flokki unnu 3-1 sigra á Gróttu /KR í gær. Eins og staðan er núna er hugsanlegt að Þór/KA eigi tvö lið af sjö í A-riðlinum í keppni A-liða þegar þriðja og síðasta lota mótsins hefst og keppni um Íslandsmeistaratitilinn fer að harðna.
 
Þór/KA2 í B-riðli, lotu 2, vann 3-1 og er í 3. sæti B-riðils með 10 stig. Liðið hefur tryggt áframhaldandi sæti sitt í B-riðlinum og á raunar ágæta möguleika á að vinna sig upp í A-riðil með því að enda í öðru af tveimur efstu sætum B-riðils. Liðið á eftir að mæta RKV á heimavelli og Þrótti á útivelli. Liðin fyrir ofan eru Austurland með 11 stig og eiga einn leik eftir og Grótta/KR með 12 stig sem hefur lokið sínum leikjum.
 
Mörkin fyrir Þór/KA2 skoruðu þær Rebekka Sunna Brynjarsdóttir, Emiliá Björk Óladóttir og Dgbjört Rós Hrafnsdóttir.
 
Leikskýrslan á vef KSÍ.
 
Þriðja liðið ofarlega í keppni B-liða
Þór/KA í keppni B-liða vann einnig 3-1 sigur á Gróttu/KR og er í 2. sæti A-riðils í Íslandsmóti B-liða með 16 stig eftir átta leiki. FH/ÍH er langefst með 21 stig eftir sjö leiki. Í keppni B-liðanna eru sjö lið í A-riðlinum og er spiluð tvöföld umferð.
 
Mörkin fyrir Þór/KA skoruðu þær Gunnella Rós Gunnarsdóttir, Elsa Dís Snæbjarnardóttir og Arna Dögg Hjörvarsdóttir.
 
Leikskýrslan á vef KSÍ.

Næstu leikir

A-liðin tvö eiga útileiki fyrir sunnan á þriðjudag, 12. júlí. Þór/KA mætir þá Stjörnunni/Álftanesi í A-riðli og Þór/KA2 mætir Þrótti í B-riðli.
Þór/KA er langesfst í A-riðlinum og löngu klárt að liðið verður þar áfram í lotu 3. Liðið er með 15 stig og á einn leik eftir en næstu þrjú lið eru með sjö stig. Keppni í lotu 3 hefst skömmu eftir verslunarmannahelgina og á að ljúka 23. september.