Karfan er tóm.
Landslið Íslands og Bandaríkjanna mætast í æfingaleik í Houston í Texas í kvöld kl. 23:30 að íslenskum tíma. Sandra María Jessen er með landsliðinu í Bandaríkjunum.
Sandra María og liðsfélagar hennar mættu til Austin í Texas á mánudag og hafa æft þar fyrir leikinn í kvöld. Liðin mætast tvisvar, en seinni leikurinn verður á sunnudag í Nashville í Tennessee.
Leikurinn í kvöld fer fram á Q2 Stadium í Austin og verður bein útsending frá leiknum á KSÍ rásinni í Sjónvarpi Símans.