3. flokkur: verðlaunahafar og hópmyndir

Á lokahófi 3. flokks 13. október 2024.
Á lokahófi 3. flokks 13. október 2024.

Núna þegar keppnistímabilinu er lokið hjá okkar liðum er tímabært að líta um öxl og skrásetja það helsta frá nýliðnu keppnistímabili. Farið verður yfir árangur liðanna okkar í yngri flokkunum í sér yfirferð síðar í vikunni, en árangur liðanna okkar var frábær eins og þau vita sem fylgjast með stelpunum. Nú er komið að verðlaunahöfum í 3. flokki.

Stelpurnar í 3. flokki héldu lokahóf sitt í gær, þar sem meðal annars voru veitt verðlaun fyrir besta leikmann og leikmann leikmannanna í öllum liðunum í 3. flokki. Valið fór þannig fram að stelpurnar sjálfar kusu. Í einu tilviki urðu tvær hnífjafnar og var ákveðið að verðlauna báðar, þ.e. besti leikmaður í liði A1.

B-lið

  • Besti leikmaður: Diljá Blöndal Sigurðardóttir
  • Leikmaður leikmannanna: Ingibjörg Ósk Traustadóttir

A2-lið

  • Besti leikmaður: Auðbjörg Eva Häsler
  • Leikmaður leikmannanna: Erika Rakel Melsen Egilsdóttir

A1-lið

  • Besti leikmaður, tvær jafnar: Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir og Karen Hulda Hrafnsdóttir
  • Leikmaður leikmannanna: Júlía Karen Magnúsdóttir



Því miður voru ekki allar viðstaddar sem áttu að fá verðlaun. Frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Auðbjörg Eva Häsler, Erika Rakel Melsen Egilsdóttir, Diljá Blöndal Sigurðardóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir og Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir. Á myndina vandar Ingibjörgu Ósk Traustadóttur.

Brugðið á leik. Sigrún Björk Sigurðardóttir (úr foreldraráði 3. flokks) með símann á lofti og stelpurnar bregða á leik.