06.03.2025
Aðalstjórnir Þórs og KA, fyrir hönd knattspyrnudeilda félaganna, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um rekstur meistaraflokks Þórs/KA frá 1. janúar 2025 til loka tímabilsins 2026. Þá hafa knattspyrnudeildir félaganna gert samstarfssamning um rekstur 2. og 3. flokks Þórs/KA.
06.03.2025
Fram undan eru tveir leikir í Lengjubikarnum á örfáum dögum. Við tökum á móti Val í Boganum laugardaginn 8. mars kl. 17 (breytt dagsetning) og spilum svo frestaða leikinn við Fylki í Árbænum á þriðjudag kl. 18.
04.03.2025
Kvennakvöldið hefur fest sig í sessi og verður haldið 3. maí í Sjallanum. Miðasala hefst á morgun, miðvikudaginn 5. mars, kl. 10:00.
04.03.2025
Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks Þórs/KA. Alls voru 35 vinningar í boði, en svo bættist við aukavinningur, Airpods 4 frá Vodafone. Það voru því 36 númer sem dregin voru út.
02.03.2025
Leikmenn meistaraflokks og þjálfarar verða leiðbeinendur í tækniskóla Þórs/KA fyrir fótboltastelpur í 4.-7. flokki sem haldinn verður í Boganum fyrir hádegi 6. og 7. mars.
26.02.2025
Þór/KA átti þrjú lið í Stefnumóti 3. flokks sem fram fór um helgina. Tvö liði öttu kappi við félög af höfuðborgarsvæðinu í A-keppninni, en þriðja liðið keppti í C-keppninni. Þór/KA vann A- og C-deildina.
24.02.2025
Þór/KA vann Fram örugglega í þriðja leik liðsins í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í gær, 5-1. Þór/KA komst yfir í upphafi leiks, en Fram jafnaði upp úr miðjum fyrri hálfleik. Skömmu síðar komu tvö mörk með um þriggja mínútna millibili og aftur í seinni hálfleiknum.
21.02.2025
Þór/KA leikur þriðja leik sinn í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins þegar liðið tekur á móti Fram í Boganum sunnudaginn 23. febrúar kl. 16:30.