Karfan er tóm.
Þór/KA leikur þriðja leik sinn í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins þegar liðið tekur á móti Fram í Boganum sunnudaginn 23. febrúar kl. 16:30.
Þetta er þriðji leikur liðsins í mótinu, en eftir sigur í fyrsta leik gegn Tindastóli beið liðið ósigur gegn Þrótti í Laugardalnum síðastliðinn laugardag. Fram tapaði fyrir Val í fyrsta leik, en vann svo Tindastól og liðin því jöfn með þrjú stig. Valur og Þróttur eru í tveimur efstu sætunum með sex stig úr tveimur leikjum.
Leikurinn verður í Boganum á sunnudag og hefst kl. 16:30. Eins og alltaf skiptir það leikmennina og félagið miklu að fá fólk á staðinn til að hvetja stelpurnar og styðja við bakið á þeim.