Lengjubikar: Þór/KA tekur á móti val á laugardag
06.03.2025
Fram undan eru tveir leikir í Lengjubikarnum á örfáum dögum. Við tökum á móti Val í Boganum laugardaginn 8. mars kl. 17 (breytt dagsetning) og spilum svo frestaða leikinn við Fylki í Árbænum á þriðjudag kl. 18.
Þór/KA hefur leikið þrjá leiki í Lengjubikarnum, unnið tvo og tapað einum, og er í 3. sæti riðilsins með sex stig. Þróttur er fyrir ofan með sjö stig og Valur í efsta sætinu með níu stig, en öll liðin hafa leikið þrjá leiki. Tvö lið komast áfram í undanúrslit Lengjubikarsins og ljóst að fram undan er hörð barátta um tvö efstu sætin í riðlinum.
Útileikur gegn Fylki sem átti að vera sunnudaginn 2. mars en frestaðist vegna veðurs verður spilaður í Árbænum, á Würth-vellinum, kl. 18 þriðjudaginn 11. mars, en hópurinn er á leið í æfingaferð til Gran Canaria og nýtir ferðina suður til að spila þennan frestaða leik.
Nóg af skemmtilegum verkefnum fram undan.
Eins og ávallt, viljum við gjarnan sjá og heyra í sem flestum ykkar í Boganum því það skiptir máli að fá stuðning úr stúkunni, alltaf.