Tveir bikarar í hús á Stefnumóti 3. flokks

Stefnumótsmeistarar í A- og C-keppni. Nafnalista með myndunum má finna inni í fréttinni.
Stefnumótsmeistarar í A- og C-keppni. Nafnalista með myndunum má finna inni í fréttinni.

Þór/KA átti þrjú lið í Stefnumóti 3. flokks sem fram fór um helgina. Tvö lið öttu kappi við félög af höfuðborgarsvæðinu í A-keppninni, en þriðja liðið keppti í C-keppninni. Þór/KA vann A- og C-keppnina.

C-keppni - Þór/KA3

Sex lið voru skráð í C-keppnina, þar af eitt lið frá Þór/KA, ásamt THK, FH3, Austurlandi3, Þrótti2 og Breiðabliki3. Þar var spiluð einföld umferð, engin úrslitakeppni, bara efsta sætið sem vann. Skemmst er frá því að segja að okkar stelpur unnu alla sína leiki og eru þar með Stefnumótsmeistarar í C-keppninni, enduðu með 15 stig. 
 
Leikirnir
Þór/KA 3 - THK 2-0
Þór/KA 3 - Þróttur 2 2-1
Þór/KA 3 - Austurland 2 5-0
Þór/KA 3 - Breiðablik 3  3-0
Þór/KA 3 - FH 3  3-1

A-keppni - Þór/KA1 og Þór/KA2

 
Tvö af okkar liðum voru skráð til leiks í A-keppninni, ásamt FH, Breiðabliki og Þrótti. Þór/KA2 átti því við ramman reip að draga í leikjum við lið1 frá þessum félögum og fór svo að liðið endaði í 5. sæti eftir úrslitaleik við Þrótt um 4.-5. sætið. Flestir leikir töpuðust þó naumlega.
 
Þór/KA1 átti í harðri keppni við FH1 og Breiðablilk1 í efri hluta riðilsins. Í riðlinum vann liðið tvo leiki og gerði tvö jafntefli, endaði með átta stig í 2. sæti riðilsins. FH1 var í toppsætinu með tíu stig, vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli, gegn Þór/KA1. Breiðablik1 kom fast á hæla okkar liðs, náði sjö stigum.
 
Samkvæmt fyrirkomulagi mótsins mættust því Þór/KA1 og Breiðablik1 í undanúrslitum. Þar hafði Þór/KA betur, 1-0, Breiðablik1 endaði í 3. sætinu og Þór/KA1 fór í úrslitaleikinn gegn FH. Hann vannst einnig og liðið þar með Stefnumótsmeistarar.
 
Leikirnir
Þór/KA 1 - Þór/KA 1 2-0
Þór/KA 1 - FH 1 1-1
Þór/KA 1 - Breiðablik1 0-0
Þór/KA 1 - Þróttur 1  3-0
Þór/KA 2 - Þróttur 1 1-2
Þór/KA 2 - Breiðablik 1 0-1
Þór/KA 2 - FH1 1-6
Til gamans má geta þess að FH1 fékk aðeins á sig tvö mörk í riðlinum, eitt frá Þór/KA1 og eitt frá Þór/KA2.
 
Undanúrslit
Þór/KA1 - Breiðablik1 1-0
 
Úrslit
Þór/KA1 - FH1 2-1
 
Leikur um 4.-5. sæti
Þór/KA2 - Þróttur1 1-2
 
Öll úrslit má finna hér

 


Stefnumótsmeistarar í C-keppni.
Frá vinstri: Sif Sævarsdóttir, Kristín Vala Helgadóttir, Aníta Sól Jónsdóttir, Hildur Sara Ingadóttir, Emilía Ósk Birkisdóttir, Oddný Elísa Hasler, Heiðbjört Kristín Ómarsdóttir, Arna Lind Jóhannsdóttir, Helena Lind Logadóttir, Krista Lind Finnsdóttir, Birta Rán Víðisdóttir, Ingibjörg Ósk Traustadóttir, Paolianny Mairym Aponte, Elísa Lind Valdimarsdóttir.
 
Því miður eigum við ekki hópmynd af Þór/KA 2, en í því liði voru: Ásdís Fríður Gautadóttir, Dagmar Huld Pálsdóttir, Halla Marín Tryggvadóttir, Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem, Heiðbjört Kristín Ómarsdóttir, Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir, Ísafold Gná Ólafsdóttir, Katla Hjaltey Finnbogadóttir, Linda Rós Jónsdóttir, París Hólm Jónsdóttir, Sigyn Elmarsdóttir, Silja Huld Sigurðardóttir, Tinna Karitas Ólafsdóttir og Þóra Margrét Guðmundsdóttir.
 

Stefnumótsmeistarar í A-keppni.
Aftari röð frá vinstri: Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem, Sigyn Elmarsdóttir, Guðrún Lára Atladóttir, Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Katrín Lilja Árnadóttir, Emma Júlía Cariglia, Hafdís Nína Elmarsdóttir og Ásta Ninna Reynisdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Embla Mist Steingrímsdóttir, Diljá Blöndal Sigurðardóttir, Júlía Karen Magnúsdóttir og Bríet Sara Níelsdóttir.