Karfan er tóm.
Aðalstjórnir Þórs og KA, fyrir hönd knattspyrnudeilda félaganna, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um rekstur meistaraflokks Þórs/KA frá 1. janúar 2025 til loka tímabilsins 2026. Þá hafa knattspyrnudeildir félaganna gert samstarfssamning um rekstur 2. og 3. flokks Þórs/KA.
Leikið hefur verið undir merkjum Þórs/KA frá sumrinu 1999, en áður hafði sameiginlegt kvennalið Akureyringa spilað í nokkur ár undir merkjum ÍBA. Í nokkur ár bættist KS inn í heiti liðsins og var spilað undir merkjum Þórs/KA/KS árin 2001-2005, en frá og með 2006 aftur undir merkjum Þórs/KA. Félagið hefur tvívegis unnið Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki, árin 2012 og 2017, tekið þátt í Evrópukeppnum 2011, 2013 og 2018, unnið Lengjubikar og meistarakeppni KSÍ auk fleiri titla, sem og fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla í 2. og 3. flokki í gegnum árin.
Tilkynningu aðalstjórna og knattspyrnustjórna félaganna má finna á thorsport.is og ka.is.