Karfan er tóm.
Leikmenn meistaraflokks og þjálfarar verða leiðbeinendur í tækniskóla Þórs/KA fyrir fótboltastelpur í 4.-7. flokki sem haldinn verður í Boganum fyrir hádegi 6. og 7. mars.
Tækniskólinn er ætlaður stelpum í 4.-7. flokki, fæddum 2011-2018. Boðið verður upp á skemmtilegar æfingar og skipt í hópa þannig að allir þátttakendur fá æfingar við hæfi og þá athygli sem hver og ein þarf á að halda við æfingarnar. Síðast var gaman, nú verður skemmtilegt!
Skráning fer fram í Google-forms - smellið hér til að opna skráningarform.
Gjaldið fyrir tvö skipti er 4.500 krónur, hægt að greiða með millifærslu eða þá korti/peningum á staðnum áður en æfingar hefjast.