Karfan er tóm.
Tvö af liðunum okkar í 3. flokki U16 hefja leik á Íslandsmótinu um helgina. Tvö lið verða í eldlínunni núna um helgina, eitt á heimavelli og annað sem leikur tvo leiki fyrir sunnan. Þriðja lið félagsins tekur þátt í B-keppni 3. flokks sem hefst síðar.
Þór/KA hefur leik með tvö lið í A-riðlinum í lotu 1 þar sem Þór/KA2 vann B-riðilinn í lotu 3 síðastliðið haust og vann sig þar með upp í A-riðil. Tvisvar á undanförnum þremur árum hefur lið 2 frá Þór/KA unnið lotu 3 í B-riðli og átt þar með rétt á að spila í A-riðli árið eftir. Sá réttur var ekki nýttur 2023, en nú mætum við til leiks í A-riðlinum með tvö lið og verður fróðlegt að fylgjast með gengi þeirra. Innbyrðis viðureign liðanna okkar verður um miðjan mars, en ekki endanlega ákveðið um tíma og staðsetningu.
Hér má sjá næstu leiki liðanna - birt með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið á leiktímum, -dögum eða - völlum.