Öruggur sigur á Fram og Þór/KA í toppsætið

Þór/KA vann Fram örugglega í þriðja leik liðsins í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í gær, 5-1. Þór/KA komst yfir í upphafi leiks, en Fram jafnaði upp úr miðjum fyrri hálfleik. Skömmu síðar komu tvö mörk með um þriggja mínútna millibili og aftur í seinni hálfleiknum.

Sonja Björg Sigurðardóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Margrét Árnadóttir eitt. 

Þór/KA - Fram 5-1 (3-1)

  • 1-0 - Sonja Björg Sigurðardóttir (4'). Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir.
  • 1-1 - Alda Ólafsdóttir (27').
  • 2-1 - Karen María Sigurgeirsdóttir (31').
  • 3-1 - Sonja Björg Sigurðardóttir (34'). Stoðsending: Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
    - - -
  • 4-1 - Margrét Árnadóttir (59'). Stoðsending: Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
  • 5-1 - Karen María Sigurgeirsdóttir (62'). Stoðsending: Sonja Björg Sigurðardóttir.
  • Leikskýrslan
  • Staðan í riðlinum

Þór/KA fór á topp riðilsins með sigrinum, er með sex stig eftir þrjá leiki. Valur og Þróttur eru einnig með sex stig og eiga leik til góða á Þór/KA. Markatalan ræður hins vegar röðinni eins og stendur. 

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fylki sunnudaginn 2. mars.

Tölur og fróðleikur

  • 1 Bríet Fjóla Bjarnadóttir var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu hjá Þór/KA en hún á nú að baki 24 leiki í meistaraflokki í KSÍ-mótum. Hún átti stangarskot snemma í leiknum og lagði upp tvö af fimm mörkum liðsins.
  • 40 - Emelía Ósk Krüger spilaði sinn 40. meistaraflokksleik í KSÍ-mótum. Þar af eru 36 fyrir Þór/KA og fjórir fyrir Völsung.
  • 50 - Angela Mary Helgadóttir spilaði sinn 50. meistaraflokksleik í KSÍ-mótum. Þar af eru 38 fyrir Þór/KA og 23 fyrir Hamrana.
  • 80 - Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir spilaði 80. leik sinn fyrir Þór/KA í KSÍ-mótum, en hún á einnig að baki níu leiki fyrir Hamrana.
  • 130 - Harpa Jóhannsdóttir spilaði 130. leik sinn í meistaraflokki í KSÍ-mótum. Þar af eru 107 fyrir Þór/KA og 23 fyrir Hamrana.