Humar og risarækjur til sölu

Humar og risarækjur í boði hjá leikmönnum í Þór/KA.
Humar og risarækjur í boði hjá leikmönnum í Þór/KA.

 

Nú bjóðum við humar og risarækjur - einnig hægt að fá harðfisk og/eða við sækjum til ykkar dósir/flöskur.

Eins og fram hefur komið á samfélagsmiðlum félagsins er í undirbúningi að fara með hópinn í æfingaferð til Englands í júlí, í miðju sex vikna hléi á Íslandsmótinu.

Leikmenn hafa að undanförnu og munu áfram bjóða ýmsan varning til sölu, þjónustu og svo vonandi happdrættismiða til að afla fjár upp í kostaðinn við ferðina.

Að undanförnu hafa þær boðið harðfisk til sölu, sem áfram er hægt að panta hjá leikmönnum eða með pósti í thorkastelpur@gmail.com

Einnig stendur stuðningsfólki okkar til boða að leikmenn og aðstandendur liðsins sæki dósir og flöskur heim til fólks og losi fólk þannig við fyrirhöfnina við að fara með slíkt í endurvinnslu. Margt smátt gerir eitt stórt.

Nú er komið að því að bjóða upp á lúxusvöru fyrir páskana. Humar og risarækjur frá Norðanfiski.

Síðasti pöntunardagur á humar og rækjum er 6. apríl og verða vörurnar þá afhentar 11. eða 12. apríl.

Hér er textinn sem er á myndinni:

Vara 1

Humarhalar, millistærð
1 kg brúttó
800 gr nettó
20% íshúð
13-22 gr/stk.
6.900 kr./kg

Vara 2

Minni öskjuhumar
1 kg brúttó
800 gr nettó
20% íshúð
13-18 gr/stk.
5.500 kr./kg

Vara 3

Stór skelflettur humar
1 kg brúttó
700 gr nettó
30% íshúð
6.900 kr./kg

Vara 4

Stórar risarækjur
2 kg brúttó
1,5 kg nettó
25% íshúð
6.500 kr.
(3.250 kr./kg)

Harðfiskur frá Eyjabita, ýsuflök, 200 gramma poki á 3.000 krónur.


Hafið samband við leikmenn úr hópnum og bjóðið þeim dósir/flöskur, eða sendið póst á thorkastelpur@gmail.com og við sækjum til ykkar.

Fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn.