Páskafótboltaskóli með Þór/KA


Leikmenn meistaraflokks Þórs/KA verða með fótboltanámskeið í Boganum dagana 11.-13. apríl fyrir stelpur og stráka í 5., 6. og 7. flokki.

Skipulag fótboltaskólans er í mótun og fer að hluta til eftir þátttökunni. Leikmenn meistaraflokks Þórs/KA munu stjórna æfingunum og verður áhersla lögð á tækniæfingar og umfram allt að þátttakendur hafi gaman á æfingunum.

Í grunninn verða þetta tveggja tíma æfingar með hléi og boðið upp á hressingu sem er innifalin í verðinu. Síðasti tíminn hjá elsta aldurshópnum verður svo nýttur í fræðslu og umræður þar sem leikmenn sem spilað hafa sem atvinnumenn í íþróttinni segja frá sinni reynslu og svara spurningum.

Mögulega bætum við einhverju óvæntu við - kemur í ljós.

Hver: Stelpur og strákar í 5., 6. og 7. flokki (f. 2010-2015)
Hvar: Í Boganum
Hvenær: 11.-13. apríl, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur. Æfingarnar verða kl. 12-14 á mánudegi, kl. 11-13 á þriðjudegi og miðvikudegi.
Verð: 6.000 krónur.
Greiðist annaðhvort með millifærslu á 0566-26-6004, kt. 6409091020 (sendið þá kvittun í thorkastelpur@gmail.com) eða á staðnum fyrir fyrsta tímann.
Skráning - fara á skráningarsíðu.
Upplýsingar í thorkastelpur@gmail.com eða síma 8242778.