26.07.2024
Sonja Björg Sigurðardóttir mun leika með Völsungi í toppbaráttu 2. deildarinnar út tímabilið á lánssamningi frá Þór/KA.
24.07.2024
Þór/KA sækir Keflvíkinga heim í 14. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á HS orku vellinum í Keflavík og hefst kl. 18.
20.07.2024
María Catharina Ólafsdóttir Gros hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Linköping FC. Samningur Maríu við félagið gildir í þrjú og hálft ár, en keppni í Damallsvenskan, eins og úrvalsdeild kvenna heitir í Svíþjóð, er nú ríflega hálfnuð.
20.07.2024
Þór/KA náði ekki að fylgja eftir góðum sigri í 12. umferð Bestu deildarinnar þegar stelpurnar mættu Víkingi á heimavelli í gærkvöld. Gestirnir skoruðu tvívegis og fóru heim með öll stigin.
19.07.2024
Stuttu landsleikjahléi og kærkominni hvíld lokið og nú fara átökin í Bestu deildinni aftur af stað. Þór/KA tekur á móti Víkingi á VÍS-vellinum í kvöld kl. 18.
17.07.2024
Nú er komið hlé á leikjum liðanna okkar í 3. flokki fram yfir verslunarmannahelgi og því góður tími til að taka stöðuna og fara yfir þátttöku liðanna í mótum ársins.
11.07.2024
Þrjár frá Þór/KA eru þessa dagana að heiman í verkefnum með landsliðum, ein með A-landsliðinu og tvær með U19. A-landsliðið getur tryggt sér sæti á lokamóti EM 2025, en U19 landsliðið leikur tvo æfingaleiki á næstu dögum.
08.07.2024
Stundum segja þjálfarar eða fjölmiðlafólk að leikur hafi verið leikur tveggja hálfleikja, en auðvitað eru allir knattspyrnuleikir það í sjálfu sér, innihalda fyrri og seinni hálfleik.