Harpa komin í 100 leiki fyrir Þór/KA

Harpa Jóhannsdóttir (1998) spilaði sinn 100. meistaraflokksleik fyrir Þór/KA þegar hún og liðsfélagar hennar mættu Tindastóli á Sauðárkróki í 15. umferð Bestu deildarinnar. 

Harpa kom fyrst við sögu í markinu hjá Þór/KA í meistaraflokki aðeins 16 ára gömul, í september 2014, og aftur í einum leik 2015 auk níu leikja í Lengjubikarnum 2015-2017. Hún var lánuð til Hamranna 2018 þar sem hún spilaði alla 18 leiki liðsins í Inkasso-deildinni og fimm leiki í Lengjubkarnum. Hún snéri svo aftur í markið hjá Þór/KA 2019 og hefur spilað fyrir Þór/KA síðan og er nú komin í 100 leiki, misjafnlega marga eftir árum. Leikirnir samanlagt með Þór/KA og Hömrunum eru orðnir 123.

Mögulega er 99. leikur hennar fyrir Þór/KA einn af þeim betri af þessum 100, en hún var meðal annars valin maður leiksins og í lið umferðarinnar í Bestu mörkunum eftir 1-0 sigur gegn Keflavík í Keflavík á dögunum, fékk 2M hjá Mogga fyrir frammistöðuna og valin önnur af tveimur bestu í leiknum í uppgjörinu á fotbolti.net.

Harpa á einnig að baki átta leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

  • Fyrsti leikur í meistaraflokki og fyrsti leikur í efstu deild og fyrsti leikur í byrjunarliði: 27. september 2014 - 8-1 sigur á FH heima
  • Fyrsta (eina) mark í meistaraflokki: 18. ágúst 2018 - 2-3 tap með Hömrunum gegn ÍR í Boganum

Myndirnar hér að neðan tók Egill Bjarni Friðjónsson.