11.06.2024
Þór/KA vann 1-0 útisigur á FH í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í gær. Dregið var um leiki undanúrslitanna strax að loknum leikjum gærkvöldsins. Þór/KA fær heimaleik gegn Breiðabliki.
10.06.2024
Sumarið flýgur áfram (eða kemur fljúgandi eftir veturinn í liðinni viku) og verkefnin eru næg. Strax á morgun, þriðjudaginn 11. júní, er komið að næsta leik, átta liða úrslit í Mjólkurbikarkeppninni og við erum á leið í Hafnarfjörðinn.
09.06.2024
Eftir fimm sigurleiki í röð í Bestu deildinni, þar af þrjá á heimavelli, kom tapleikur á fyrsta grasleiknum í gær gegn Breiðabliki.
07.06.2024
Þór/KA tekur á móti liði Breiðabliks í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar á VÍS-vellinum laugardaginn 8. júní kl. 16:15. Frítt er á leikinn!
31.05.2024
Sandra María Jessen er þessa dagana með A-landsliðinu sem á fyrir höndum mikilvæga landsleiki við Austurríki þar sem það getur ráðist á næstu dögum hvort Ísland kemst á EM 2025 eða ekki. Liðin mætast í Austurríki í dag, í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
30.05.2024
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Hildi Önnu Birgisdóttur (2007) til næstu þriggja ára, út árið 2026, en þetta er fyrsti leikmannasamningur hennar á ferlinum.
25.05.2024
Með öruggum og glæsilegum sigri á Tindastóli í gær færðist Þór/KA upp í 2. sæti Bestu deildarinnar því fyrr um kvöldið hafði Breiðablik unnið Val í uppgjöri toppliðanna. Næsta uppgjör toppliða verður einmitt þegar Þór/KA tekur á móti Breiðabliki í fyrsta leik eftir landsleikjahlé.
24.05.2024
Við bjóðum upp í fótboltaveislu í Boganum í kvöld kl. 20:15 þegar við tökum á móti grönnum okkar í Tindastóli. Hvetjum fólk til að mæta snemma, gæða sér á hamborgurum og tilheyrandi, hitta þjálfarann og vera svo klár í að hvetja stelpurnar til dáða.
18.05.2024
Sigur á liði Tindastóls, Þór/KA komið áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins, Sandra María skoraði ekki í leik dagsins, en lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri.