Karfan er tóm.
Eftir fimm sigurleiki í röð í Bestu deildinni, þar af þrjá á heimavelli, kom tapleikur á fyrsta grasleiknum í gær gegn Breiðabliki.
Breiðablik náði forystunni í fyrri hálfleik þegar það sem átti að vera fyrirgjöf á fjærsvæðið hægra megin en boltinn fóri í háum boga og í markið. Annað markið kom eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar boltinn lak inn fyrir línuna eftir atgang og þvögu í teignum hjá okkar liði. Þessi tvö mörk verða seint talin með fallegri mörkum tímabilsins, en mörkin telja jafn mikið hvort sem þau eru ljót eða falleg. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og niðurstaðan þriggja marka ósigur.
Það þýðir þó ekki að dvelja lengi við þennan leik því það eru næg verkefni fram undan. Strax á þriðjudag (11. júní) er komið að útileik gegn FH í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar og á laugardag (15. júní) er komið að næsta leik í Bestu deildinni og það er einnig útileikur, gegn Stjörnunni. Leikurinn í gær er að baki og einbeitingin komin á næsta verkefni.
Breiðablik er áfram á toppi Bestu deildarinnar með 21 stig eftir sjö umferðir, Valur náði 2. sætinu aftur og er með 18 stig, en Þór/KA í 3. sæti með 15 stig.
Þór/KA - Breiðablik 0-3 (0-1)
Molar og fróðleikur
Emelía Ósk Krüger í leiknum gegn Breiðabliki. Bríet Jóhannsdóttir fylgist með. Mynd: Þórir Tryggva.
Amalía Árnadóttir skallar boltann í leiknum í gær. Mynd: Þórir Tryggva.
Sandra María Jessen sækir að marki gestanna. Mynd: Þórir Tryggva.