Karfan er tóm.
Við bjóðum upp í fótboltaveislu í Boganum í kvöld kl. 20:15 þegar við tökum á móti grönnum okkar í Tindastóli. Hvetjum fólk til að mæta snemma, gæða sér á hamborgurum og tilheyrandi, hitta þjálfarann og vera svo klár í að hvetja stelpurnar til dáða.
Leikurinn í kvöld kemur til af því að Tindastóll gat ekki spilað á sínum heimavelli á Sauðárkróki og því var brugðið á það ráð að skipta, Þór/KA á heimaleik í kvöld, en við förum svo á Krókinn í lok júlí í seinni umferðinni.
Óhætt er að lofa góðri skemmtun í kvöld og hún verður enn betri ef við fjölmennum á leikinn og sköpum þá stemningu sem stelpurnar eiga skilið og getur skipt miklu um framgang og úrslit leiksins.
Við bjóðum svo einnig upp á ýmislegt fleira en skemmtilegan fótbolta.
Þór/KA og Tindastóll hafa ekki mæst oft í efstu deild Íslandsmótsins enda er þetta þriðja árið sem Tindastóll spilar í efstu deild. Þór/KA vann báða leikina 2021 og heimaleikinn í fyrra, en jafntefli varð í leik liðanna á Króknum í lok sumars.