07.05.2024
Þór/KA teflir fram tveimur liðum í Íslandsmótinu í 2. flokki U20, nú í samvinnu við nokkur félög á Norðurlandi. Liðin okka keppa undir heitinu Þór/KA/Völsungur/THK, en THK stendur fyrir Tindastól, Hvöt og Kormák. Fyrsti leikurinn í titilvörn liðsins í A-deild var sannkölluð markaveisla. Stutt í fyrsta leik hjá liði 2 í B-deild.
07.05.2024
Tvö af liðunum okkar í 3. flokki mættu liðum frá Þrótti miðvikudaginn 1. maí. Fyrstu lotu í A-riðli er lokið, en þriðja liðið frá Þór/KA, sem tekur þátt í keppni B-liða, var að hefja keppni á Íslandsmótinu.
03.05.2024
Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildarinnar í gær. Annar sigurinn í röð og tveir sigrar í þremur leikjum í Bestu deildinni.
02.05.2024
Þór/KA leikur í kvöld fyrsta heimaleik sinn í Bestu deildinni þetta árið. Andstæðingur dagsins er Þróttur. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.
01.05.2024
Þór/KA2 vann ÍBV örugglega, 6-0, í lokaleik sínum í C-riðli 3. flokks, lotu 1, vann riðilinn og spilar því í B-riðli í næstu lotu.
28.04.2024
Sandra María Jessen skoraði öll mörkin í fjögurra marka sigri Þórs/KA á FH í 2. umferð Bestu deildarinnar í dag.
27.04.2024
Þór/KA mætir FH í Hafnarfirðinum í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fer þó ekki fram á heimavelli FH heldur BIRTU-vellinum, heimavelli Hauka, og hefst kl. 16:15.
23.04.2024
Sumardagurinn fyrsti verður fullur af alls konar hjá okkur í Þór/KA. Ársfundur, leikmannakynning, sala og afhending árskorta, teknar niður pantanir á Þór/KA-treyjunum, stuðningsmannabolum og hárböndum. Við bjóðum ykkur öll velkomin í Hamar, hvort sem það er á annan eða báða viðburðina.
22.04.2024
Þór/KA mætti Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Bestu deildarinnar í gær.
19.04.2024
Keppni í Bestu deildinni hefst á sunnudaginn þegar stelpurnar okkar sækja Íslandsmeistara Vals heim að Hlíðarenda.