Karfan er tóm.
Þór/KA á hlut að máli í tveimur liðum sem við teflum fram í 2. flokki U20. Þar hefur A-liðið titil að verja í A-deildinni og við teflum einnig fram liði í B-deildinni sem spilar sinn fyrsta leik í dag.
Keppt er undir merkjum sameiginlegs liðs sem nú heitir Þór/KA/Völsungur/THK. Fyrsti leikur liðsins í B-deildinni er á Reyðarfirði í dag. THK stendur fyrir Tindastól, Hvöt og Kormák þannig að hér taka saman höndum næstum öll félög á Norðurlandi sem tefla fram liðum í yngri flokkum eða meistaraflokki kvenna. Lið 2, sem heitir á pappírunum Þór/KA/Völsungur/THK2 heldur austur á land í dag og mætir FHL í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Leikurinn hefst kl. 18.
Keppni í B-deild er skipt í tvo riðla, sex lið í hvorum riðli og spiluð tvöföld umferð. Hvert lið spilar því tíu leiki, en síðan fara tvö efstu liðin í hvorum riðli í úrslitakeppni. Keppinautar okkar liðs í riðli 2 eru FHL, Fylkir/Afturelding, Haukar, Stjarnan/Álftanes og Þróttur.