Karfan er tóm.
Keppni í Bestu deildinni er hafin að nýju eftir hlé yfir verslunarmannahelgina. Þór/KA á útileik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag kl. 16.
Fyrir leikinn í dag eru liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. Þór/KA er í 3. sætinu með 28 stig, en Breiðablik sæti ofar með 39 stig. Fyrri leikur liðanna í deildinni í sumar fór fram á Akureyri og þar hafði Breiðablik sigur, 3-0.
Stigin þrjú eru auðvitað báðum liðum mikilvæg í dag, eins og í öllum leikjum. Þór/KA hefur haldið 3. sætinu frá því í byrjun maí og er núna fimm stigum fyrir ofan Víkinga sem eru í 4. sætinu. Breiðablik er fjórum stigum á eftir Val sem er á toppnum og getur því með sigri í dag minnkað bilið í eitt stig. Þegar kemur að tvískiptingu deildarinnar verða það liðin í þremur efstu sætunum sem fá þrjá heimaleiki í lokahluta mótsins, en liðin í 4.-6. sæti fá tvo heimaleiki.
Þór/KA og Breiðablik mættust þrisvar í Bestu deildinni í fyrra og unnust allir leikirnir á heimavelli. Þór/KA vann frábæran 2-0 sigur í Boganum 15. maí þar sem Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra María Jessen sáu um að skora mörkin. Breiðablik vann svo 4-2 sigur á Kópavogsvelli á frídegi verslunarmanna, þar sem Sandra María Jessen og Bríet Jóhannsdóttir skoruðu fyrir okkar lið. Þriðja viðureignin var síðan í efri hluta Bestu deildarinnar og fór fram á VÍS-vellinum (Þórsvelli) 13. september. Þór/KA vann þann leik 3-2 með mörkum frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur, Söndru Maríu Jessen og Unu Móeiði Hlynsdóttur.
Breiðablik hefur oftar haft betur í viðureignum þessara liða í efstu deild Íslandsmótsins. Þór/KA hefur unnið 13 sinnum, en Breiðablik hefur unnið 22 leiki.
Fjórar í leik dagsins hafa spilað með báðum
Allmargar knattspyrnukonur hafa leikið með báðum félögunum, Þór/KA og Breiðabliki. Þar af eru fjórar sem gera má ráð fyrir að taki þátt í leiknum í dag. Þrjár þeirra koma upphaflega úr röðum Þórs/KA, Karen María, Jakobína og Heiða Ragney. Eins og áður er þessi listi birtur með fyrirvara, að hluta unninn eftir minni og að hluta út frá beinum félagaskiptum leikmanna milli þessara félaga, en miðast við knattspyrnukonur sem hafa spilað meistaraflokksleiki fyrir bæði félögin.
Nokkuð margar knattspyrnukonur hafa verið hjá báðum félögunum, Þór/KA og Breiðabliki. Þar af eru fjórar sem gera má ráð fyrir að taki þátt í leiknum í dag.
Eins og áður má eflaust gera ráð fyrir að þessi listi sé ekki tæmandi enda að hluta byggður á minni.