17.01.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Jessicu Berlin (1999), bandarískan markvörð sem kemur til liðs við félagið frá Galway United á Írlandi þar sem hún hefur spilað undanfarin tvö tímabil.
17.01.2025
Þór/KA2 mætir liði Tindastóls í sínum fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þetta árið. Leikurinn verður í Boganum og hefst kl. 18.
16.01.2025
Íþróttabandalag Akureyrar hefur tilkynnt hvaða íþróttafólk varð í tíu efstu sætunum í kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2024. Það þarf líklega ekki að koma neinum á óvart að þar á lista er Sandra María Jessen, en hún var einmitt kjörin íþróttakona Akureyrar 2023 og síðan íþróttakona Þórs 2024, þriðja árið í röð, og því áfram í kjöri fyrir íþróttakonu Akureyrar á nýliðnu ári.
16.01.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við hina ungu og efnilegu knattspyrnukonu Bríeti Fjólu Bjarnadóttur til næstu tveggja ára.
10.01.2025
Verðlaunahátíð KA fer fram á sunnudag þar sem íþróttafólk ársins hjá félaginu er krýnt ásamt því að tilkynnt er um aðra verðlaunahafa.
06.01.2025
Sandra María Jessen heldur áfram að sanka að sér verðlaunum og var fyrr í dag útnefnd íþróttakona Þórs í verðlaunahófi félagsins í Hamri.
05.01.2025
Þrjár ungar knattspyrnukonur úr Þór/KA verða í landsliðsverkefnum á næstunni, annars vegar á æfingum með U16 og á æfingamóti með U17-landsliðinu. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir hefur verið valin til að fara með U17 landsliðinu á æfingamót í Portúgal í lok mánaðar. Aníta Ingvarsdóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir hafa verið valdar til æfinga með U16 landsliði Íslands.
04.01.2025
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Evu Rut Ásþórsdóttur (2001) fyrir keppnistímabilið 2025.
01.01.2025
Þór/KA óskar velunnurum, samstarfsfyrirtækjum, stuðningsfólki, starfsfólki, sjálfboðaliðum, leikmönnum, keppinautum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og framlag til félagsins á nýliðnu ári.