Karfan er tóm.
Vel heppnaðri æfingaferð meistaraflokks Þórs/KA til Kanarí lauk á miðvikudaginn með löngu ferðalagi, síðdegisflugi heim til Keflavíkur og næturakstri norður til Akureyrar. Síðasta kvöldið úti spilaði liðið æfingaleik við heimalið á suðurhluta Gran Canaria. Þór/KA-hópurinn dvaldi á Maspalomas-svæðinu og æfði á frábærum velli á Salobre-svæðinu þar sem einnig er golfvöllur og glæsiíbúðir.
Æfingaleikurinn fór fram á gervigrasvelli skammt austur af Maspalomas, í litlu þorpi sem heitir Juan Grande þar sem eru líklega margfalt fleiri sólarrafhlöður og vindmillur en hús og íbúar. Keppinauturinn ber einfaldlega Club Deportivo Juan Grande, eða Íþróttafélag Juan Grande.
Um var að ræða nokkuð ungt lið sem heimafélagið tefldi fram, en byrjunarliðið hjá Þór/KA var einnig ungt, meðalaldurinn innan við 19 ár og allar innan við tvítugt nema Harpa í markinu. Varamannabekkurinn var því í sterkara laginu og ef þar eru taldar bæði þær sem komu inn á og hinar sem voru ekki með af ýmsum ástæðum var meðalaldur 13 varamanna rúmlega 23,5 ár.
Þór/KA komst yfir eftir rúman stundarfjórðung, en heimastúlkur jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum. Staðan jöfn í leikhléi. Þór/KA bætti svo við fjórum mörkum í seinni hálfleiknum og lokatölurnar því 5-1 sigur og góður lokapunktur á vel heppnaðri æfingaferð.
CD Juan Grande - Þór/KA 1-5 (1-1)
Allur hópurinn fyrir leikinn gegn CD Juan Grande.
Aftari röð frá vinstri: Angela Mary Helgadóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Margrét Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Jessica Berlin, Eva Rut Ásþórsdóttir, Amalía Árnadóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Ísey Ragnarsdóttir og Arna Rut Orradóttir.
Fremri röð frá vinstri: Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Emelía Ósk Krüger, Hulda Björg Hannesdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Sandra María Jessen, Hildur Anna Birgisdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Agnes Birta Stefánsdóttir.
Lokaæfing fyrir leikinn gegn CD Juan Grande 19. mars. Leikmenn og þjálfarar.
Aftari röð frá vinstri: Sigurbjörn Bjarnason styrktarþjálfari, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Ísey Ragnarsdóttir, Sandra María Jessen, Margrét Árnadóttir, Amalía Árnadóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Eva Rut Ásþórsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Jessica Berlin, Angela Mary Helgadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Jóhann Hreiðarsson aðstoðarþjálfari og Iðunn Elfa Bolladóttir sjúkraþjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Hulda Björg Hannesdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Emelía Ósk Krüger, Bríet Jóhannsdóttir, Arna Rut Orradóttir og Anna Margrét Sveinsdóttir.
Að leik loknum. Leikmenn og þjálfarar frá Þór/KA og CD Juan Grande.