Karfan er tóm.
Sandra María Jessen er í leikmannahópi A-landsliðsins sem leikur tvo leiki í Þjóðadeild UEFA í lok mars og byrjun apríl. Að líkindum mun hún ná 50 leikja áfanganum í þessum landsleikjaglugga.
Þorsteinn H. Halldórsson landsliðsþjálfari hefur valið hóp leikmanna fyrir þessi tvö verkefni A-landsliðsins - hópurinn (ksi.is). Sandra María á að baki 49 landsleiki og hefur skorað sex mörk. Þá spilaði hún einnig 25 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Ísland er í 3. sæti riðilsins að loknum tveimur umferðum, eftir jafntefli við Sviss og 2-3 tap gegn Frakklandi ytra í febrúar. Lokalota riðilsins fer svo fram í lok maí og byrjun júní, en þá spilar Ísland við Noreg ytra og Frakkland heima. Heimaleikirnir núna í apríl verða spilaðir á Þróttarvellinum í Laugardal og verða í beinni útsendingu á Rúv.
Fréttir og upplýsingar um Þjóðadeild UEFA má finna á vef sambandsins - sjá hér.
Miðasala á heimaleikina tvo í byrjun apríl er hafin og fer fram í smáforritinu Stubbi - sjá hér.
Sandra María í landsliðsverkefni, hér með ungliðunum Kötlu Tryggvadóttur og Sædísi Rún Heiðarsdóttur, líklega að hlusta á skilaboð frá þjálfaranum. Myndin er af Facebook-síðu KSÍ.