Karfan er tóm.
Þrjár úr Þór/KA hafa verið valdar í æfingahóp U16 landsliðsins sem kemur saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ síðar í vikunni.
Aldís Ylfa Heimisdóttir er þjálfari U16 landsliðsins og valdi á dögunum 30 stúlkur frá 13 félögum fyrir æfinga sem fram fara 18. og 19. mars. Í þeim hópi eru Hafdís Nína Elmarsdóttir, Júlía Karen Magnúsdóttir og Karen Hulda Hrafnsdóttir frá Þór/KA.
Hópinn allan má sjá í frétt á vef KSÍ
.