Tvær frá Þór/KA með U19 í undankeppni EM

Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir eru á leið til Portúgal með U19 landsliði Íslands …
Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir eru á leið til Portúgal með U19 landsliði Íslands í byrjun apríl.
- - -

Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir hafa verið valdar í landsliðshóp U19 sem spilar í 2. umferð undankeppni EM í byrjun apríl.

Ísland spilar í riðli með Portúgal, Noregi og Slóveníu. Portúgalar eru gestjgafarnir og fara leikir Íslands fram á Nacional Do Jamor-leikvanginum í Oeiras við suðurströnd landsins. Þetta er 2. umferð undankeppninnar, spilað í sjö fjögurra liða riðlum og fara einungis sigurlið riðlanna áfram í lokamótið sem fram fer í Póllandi 15.-27. júní. 

Bríet Jóhannsdóttir (2006) á að baki þrjá leiki með U19 landsliðinu, einn í undankeppni EM 2024 og tvo æfingaleiki gegn Skotum í febrúar. Bríet hefur spilað 51 leik í meistaraflokki með Þór/KA og skorað fimm mörk.

Sonja Björg Sigurðardóttir (2006) á að baki þrjá leiki með U16 landsliði Íslands, á UEFA-móti 2022. Hún hefur spilað 61 leik í meistaraflokki fyrir Þór/KA, Völsung og Hamrana og skorað í þeim 24 mörk.

U19 landsliðshópurinn kemur saman til æfinga sunnudaginn 30. mars. Þórður Þórðarson er landsliðsþjálfari U19. Sjá má allan landsliðshópinn í frétt á vef KSÍ.

Leikir Íslands

Upplýsingar um mótið, liðin og leikina má finna á vef UEFA, þar sem meðal annars verður hægt að sjá liðsskipan og fylgjast með beinni textalýsingu í hverjum leik þegar þar að kemur. Smellið á viðkomandi leik til að opna upplýsingasíðu um leikinn.

Fyrri árangur U19 landsliða Íslands gegn mótherjunum í Portúgal:

  • Gegn Portúgal: Þrír sigrar, markatalan 6-2.
  • Gegn Noregi: Eitt jafntefli, tvö töp, markatalan 0-7.
  • Gegn Slóveníu: Einn sigur, markatalan 2-1.

Riðlarnir sjö í 2. umferð A-deildar undankeppni EM 19. Áttunda liðið í lokamótinu verður lið Póllands sem er gestgjafi lokamótsins.