Mark og tvær stoðsendingar í fyrsta leik

Hildur Anna Birgisdóttir átti eftirminnilegan dag þegar hún spilaði í framlínunni með Þór/KA gegn Þór/KA 2 í Kjarnafæðismótinu í dag. Skoraði mark og lagði upp tvö.

Þór/KA sigraði Þór/KA2

Grannaslagur er kannski ekki rétta orðið, en liðin okkar tvö í Kjarnafæðismótinu mættust í Boganum í dag.

Margrét Árnadóttir til Ítalíu

Margrét Árnadóttir hefur samið við ítalska félagið Parma Calcio 1913 sem spilar í efstu deild á Ítalíu.

Ísfold Marý fékk Böggubikarinn

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er handhafi Böggubikarsins hjá K.A. Þetta var tilkynnt í afmælishófi félagsins í dag.

Sandra María Jessen er íþróttakona Þórs 2022

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 var lýst á samkomunni Við áramót sem fram fór í Hamri síðdegis. Okkar eigin Sandra María Jessen var valin íþróttakona Þórs 2022.

Fjórar Þór/KA-stelpur með U-landsliðum

Tvær frá Þór/KA eru í æfingahópi U17 landsliðsins og tvær í úrtakshópi U15 landsliðsins.

Gleðilegt ár!

Óskum stuðningsfólki okkar og samstarfsfyrirtækjum farsældar á komandi ári og þökkum allt það góða á árinu sem er að líða.

Kvennaboltinn - Við erum Þór/KA

Rafrænt rit með yfirliti um ýmislegt sem dreif á daga hjá Þór/KA á árinu 2022 er komið út.

3. flokkur og Ísfold tilnefnd til verðlauna hjá KA

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er ein af þeim sem tilnefnd eru sem handhafi Böggubikarsins og lið 3. flokks Þórs/KA í knattspyrnu eitt þeirra liða sem koma til greina sem lið ársins hjá K.A.

Sandra Sigurðardóttir á meðal efstu í kjöri íþróttamanns ársins

Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður Vals í knattspyrnu, er ein af 11 einstaklingum sem kynntir hafa verið og urðu efst í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins, en kjörinu verður lýst í Hörpu og í beinni útesndingu sjónvarpsins í kvöld. Sandra var leikmaður Þórs/KA/KS á árunum 2001-2004.