07.10.2022
órar frá Þór/KA í U19 æfingahópi
U19 landsliðið kemur saman til æfinga 17.-19. október, til undirbúnings fyrir þátttöku í undankeppni EM, en riðill Íslands verður spilaður í Litháen dagana 6.-14. nóvember.
Fjórar úr Þór/KA hafa verið valdar í æfingahópinn sem kemur saman síðar í mánuðinum, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Aðeins eitt annað félag á fjóra leikmenn í þessum hópi, en það eru Íslandsmeistarar Vals.
Þjálfari U19 landsliðsins er Margrét Magnúsdóttir.
04.10.2022
Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að hvorugur aðalþjálfara meistaraflokks félagsins haldi áfram. Þessi niðurstaða var tilkynnt þjálfurunum í gærkvöld.
03.10.2022
Kollubikarinn - sem veittur er í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur - var afhentur í sjöunda sinn á lokahófi Þórs/KA á laugardagskvöldið. Hulda Björg Hannesdóttir fyrirliði er handhafi Kollubikarsins 2022.
03.10.2022
Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks Þórs/KA fór fram í Hamri á laugardagskvöldið og heppnaðist frábærlega. Stemningin var einstök eins og búast mátti við frá þessum skemmtilega og magnaða hópi leikmanna sem tilheyra Þór/KA-fjölskyldunni.
29.09.2022
Þór/KA fékk skell í Boganum í frestuðum leik á mánudag. Mismikið undir hjá liðunum. Stelpurnar mæta KR-ingum á útivelli í lokaumferðinni á laugardag kl. 14.
26.09.2022
Loksins! Það er komið að síðasta heimaleiknum okkar í sumar, mætum liði Stjörnunnar í Boganum í dag, mánudaginn 26. september, kl. 17:30. Frítt inn.
26.09.2022
Þrjár Þór/KA-stelpur komu við sögu hjá Völsungi í 2. deildinni í sumar. Liðið var einu stigi frá því að vinna sér sæti í Lengjudeildinni.
25.09.2022
KSÍ hefur ákveðið nýjan leikdag og nýjan leikstað fyrir leik okkar gegn Stjörnunni í 17. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn verður í Boganum mánudaginn 26. september og hefst kl. 17:30.
24.09.2022
Stelpurnar í Þór/KA tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil með 4-1 sigri á Haukum/KÁ í Hafnarfirði. Þór/KA2 vann B-riðilinn eftir 2-2 jafntefli í Eyjum.
24.09.2022
Uppfært á laugardagskvöldi: Leiknum hefur verið frestað, nýr leikdagur tilkynntur síðar.
Vegna veðurútlits og vafa um flug í fyrramálið (sunnudag) hefur leik okkar gegn Stjörnunni verið frestað til kl. 16.