Kjarnafæðismótið 2023 - yfirlit

Þór/KA átti liðin í tveimur efstu sætum Kjarnafæðismótsins að þessu sinni. Þór/KA vann alla fjóra leiki sína og Þór/KA2 vann þrjá af fjórum.

Þór/KA vann alla leiki sína í mótinu, og þar með mótið að sjálfsögðu. Markatalan var 24-1. Eina markið sem liðið fékk á sig var í innbyrðis leiknum við Þór/KA2, en það mark skoraði Una Móeiður Hlynsdóttir.

Alls komu 29 leikmenn við sögu í leikjunum hjá Þór/KA (liði 1) í mótinu. Nokkrar úr leikmannahópnum spiluðu eitthvað með báðum Þór/KA-liðunum.

Aðeins þrjár tóku þátt í öllum fjórum leikjum liðsins, og þær spiluðu jafnframt allar mínútur í þessum fjórum leikjum. Þetta eru Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Sandra María Jessen. Harpa Jóhannsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir spiluðu reyndar tæknilega séð allar mínútur í fjórum leikjum, en þær voru færðar yfir í Þór/KA2 í innbyrðis leiknum.

Sandra María Jessen skoraði flest mörk fyrir liðið, alls tíu mörk í fjórum leikjum, og reyndar flest mörk allra í mótinu. Hún skoraði fjögur gegn FHL og þrjú gegn Völsungi. Þrjú mörk gegn FHL komu á um sex mínútna kafla snemma í seinni hálfleik, og öll fjögur mörkin á um 17 leikmínútum (40., 52., 55., 57. mínútu).

Aðrar sem skoruðu mörkin voru: Ísfold Marý (2), Jakobína (2), Margrét (2) og þær Amalía Árnadóttir, Emelía Ósk Kruger, Hildur Anna Birgisdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Rebekka Sunna Brynjardóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir skoruðu eitt mark hver.

Tvær þeirra sem komu við sögu með Þór/KA í Kjarnafæðismótinu freista nú gæfunnar sem atvinnumenn í íþróttinni á erlendri grund. Margrét Árnadóttir spilaði einn leik í mótinu áður en hún hélt til Ítalíu þar sem hún er nú hjá úrvalsdeildarfélaginu Parma Calcio 1913 og María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði tvo leiki áður en hún hélt utan til Hollands þar sem hún samdi við úrvalsdeildarfélagið Fortuna Sittard.

Meðalaldur leikmanna sem komu við sögu með Þór/KA í mótinu er 18,79 ár, reiknað út frá því hve gamlar þær verða á árinu. Raunverulegur meðalaldur er því enn lægri þar sem stutt er liðið á árið.

Fjórar úr hópnum eru fæddar fyrir árið 2000, Sandra María Jessen, Hulda Ósk Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir og Margrét Árnadóttir. Þær yngstu sem komu við sögu með liðinu eru fæddar 2007, Hildur Anna Birgisdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Rebekka Sunna Brynjarsdóttir.

Jakobína átti flestar stoðsendingar fyrir Þór/KA í mótinu, alls sex. Hún átti þrjár stoðsendingar í einum og sama leiknum, gegn FHL, ásamt því að skora tvö mörk í þeim leik.

Stoðsendingar: Jakobína (6), Hildur Anna (4), Margrét (4), Una Móeiður (4), Sandra María (3), Amalía (2).

Úrslit leikja liðsins í mótinu, mörk og stoðsendingar.

Þór/KA – Tindastóll 5-0 (3-0)
Mörk: Margrét (2), Sandra María, Margrét (2), Kimberley Dóra (1)
Stoðsendingar: Margrét (3), Sandra María (1)

Þór/KA – Þór/KA2 4-1 (1-1)
Mörk: Hildur Anna (1), Rebekka Sunna (1), Sandra María (1), sjálfsmark (1)
Stoðsendingar: Hildur Anna (2), Jakobína (1), Margrét (1)

Þór/KA – FHL 9-0 (3-0)
Mörk: Sandra María (4), Jakobína (2), Hulda Björg (1), Ísfold Marý (1), Una Móeiður (1)
Stoðsendingar: Jakobína (3), Una Móeiður (3), Sandra María (2), Amalía (1)

Þór/KA – Völsungur 6-0 (3-0)
Mörk:
Sandra María (3), Amalía (1), Emelía Ósk (1), Ísfold Marý (1)
Stoðsendingar: Hildur Anna (2), Jakobína (2), Amalía (1), Una Móeiður (1)

2. sæti: Þór/KA2

Þór/KA2 vann FHL, Tindastól og Völsung, en tapaði innbyrðis viðureigninni við Þór/KA. Markatalan var 16-6. Fjögur af mörkunum sem Þór/KA2 fékk á sig voru í innbyrðis viðureigninni.

Tvær spiluðu alla fjóra leikina með Þór/KA2 í mótinu, Anna Guðný Sveinsdóttir og Ólína Helga Sigþórsdóttir. Anna Guðný var sú eina sem spilaði allar mínútur með liðinu í öllum fjórum leikjunum. Ísabella Júlía Óskarsdóttir spilaði allar mínútur í þremur leikjum af þessum fjórum, en hún var síðan í markinu hjá Þór/KA (liði 1) í innbyrðis viðureigninni.

Amalía Árnadóttir skoraði flest mörk fyrir Þór/KA2, fjögur. Aðrar sem skoruðu mörkin: Bríet Jóhannsdóttir (3), Krista Dís Kristinsdóttir (2), Una Móeiður Hlynsdóttir (2), Anna Guðný Sveinsdóttir (1), Hulda Ósk Jónsdóttir (1), Karlotta Björk Andradóttir (1) og Sonja Björg Sigurðardóttir (1).

Amalía og Una Móeiður áttu flestar stoðsendingar fyrir Þór/KA2, báðar með þrjár. Bríet Jóhannsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdsóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Krista Dís Kristindóttir áttu eina hver.

Meðalaldur þeirra sem spiluðu leikina með Þór/KA2 (miðað við hve gamlar þær verða á árinu) er 17,5 ár. Tvær eru fæddar fyrir 2000. Sú yngsta sem spilaði var Bríet Fjóla Bjarnadóttir, fædd 2010, en þrjár fæddar 2008 komu einnig við sögu, Ásdís Hannesdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir og Ísey Ragnarsdóttir.

Úrslit leikja liðsins í mótinu, mörk og stoðsendingar.

Þór/KA2 – FHL 11-0 (5-0)
Mörk: Amalía Árnadóttir (3), Bríet Jóhannsdóttir (2), Krista Dís Kristinsdóttir (2), Karlotta Björk Andradóttir (1), Sonja Björg Sigurðardóttir (1) og Una Móeiður Hlynsdóttir (1), sjálfsmark mótherja (1).
Stoðsendingar: Amalía Árnadóttir (2), Una Móeiður Hlynsdóttir (2), Bríet Jóhannsdóttir (1), Júlía Margrét Sveinsdóttir (1), Karlotta Björk Andradóttir (1), Kolfinna Eik Elínardóttir (1) og Krista Dís Kristinsdóttir (1).

Þór/KA2 – Þór/KA 1-4 (1-1)
Mark: Una Móeiður Hlynsdóttir

Þór/KA2 – Tindastóll 2-1 (1-0)
Mörk: Amalía Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir
Stoðsendingar: Una Móeiður Hlynsdóttir (1) 

Þór/KA2 – Völsungur 2-1 (1-0)
Mörk: Bríet Jóhannsdóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir
Stoðsendingar: Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir

Bæði liðin tefldu fram mjög ungum leikmönnum eins og sést á meðalaldrinum sem nefndur er hér að ofan.


Kjarnafæðismótið telst að vísu æfingamót þannig að þessir leikir teljast ekki með sem opinberir meistaraflokksleikir - en 11 leikmenn stigu sín fyrstu skref í meistaraflokksleikjum í mótinu, sú yngsta fædd 2010. Þetta voru þær Ásdís Hannesdóttir (2008), Bríet Fjóla Bjarnadóttir (2010), Hanna Klara Birgisdóttir (2005), Hildur Anna Birgisdóttir (2007), Ísey Ragnarsdóttir (2008), Júlía Margrét Sveinsdóttir (2006), Katla Bjarnadóttir (2007), Klara Parraguez Solar (2007), Kolfinna Eik Elínardóttir (2007), Rebekka Sunna Brynjarsdóttir (2007), Úlfhildur Embla Klemenzdóttir (2006) - (Klara og Úlfhildur með Völsungi).

Allir leikir okkar liða voru sýndir á Þór TV, nema leikurinn gegn Tindastóli. Hér að neðan er samantekt af mörkum, bæði úr útsendingum á Þór TV og úr VEO-vél þjálfaranna, en í þessum vélum má sjá mörkin frá báðum hliðum vallarins.