Völsungur í úrslit C-deildar Lengjubikarsins

Skjáskot úr útsendingu ÍA TV á YouTube.
Skjáskot úr útsendingu ÍA TV á YouTube.

Sex leikmenn úr Þór/KA hafa verið í eldlínunni með liði Völsungs undanfarnar vikur í C-deild Lengjubikarsins.

Liðið tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik deildarinnar með 2-1 sigri á ÍA í undanúrslitum.

Anna Guðný Sveinsdóttir (2006), Arna Rut Orradóttir (2006), Helga Dís Hafsteinsdóttir (2006), Ísabella Júlía Óskarsdóttir (2005), Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen (2004) og Ólína Helga Sigþórsdóttir (2006) skiptu allar yfir í Völsung í mars og hafa spilað með liðinu í Lengjubikarnum.

Anna Guðný, Arna Rut og Helga Dís spiluðu alla fjóra leiki liðsins í riðlinum, en hinar þrjár spiluðu þrjá leiki. Anna Guðný skoraði tvö mörk í sigri liðsins á ÍR. Þær komu síðan allar við sögu í undanúrslitaleiknum gegn ÍA í gær.

Leikir liðsins í riðlinum:
Völsungur – Einherji 3-1
ÍR – Völsungur 1-3
Álftanes – Völsungur 2-0
Völsungur – Haukar 3-2

Undanúrslit:
ÍA – Völsungur 1-2

Leik liðsins gegn ÍA í dag var streymt á YouTube-rás ÍA TV – sjá neðst í fréttinni.

Völsungur mætir liði Fjölnis í úrslitaleik, laugardaginn 22. apríl, en bæði liðin enduðu í 2. sæti riðlanna. Eini tapleikur Völsungs kom þegar liðið tók tveggja leikja helgi syðra og mætti Álftanesi á sunnudegi eftir að hafa sigrað ÍR á föstudagskvöldi.