Þór/KA spilar síðasta heimaleikinn sinn á þessu tímabili í dag þegar stelpurnar mæta liði Stjörnunnar í næstsíðustu umferð Bestu efri deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 15.
Sandra María Jessen spilaði allan leikinn þegar Ísland vann Wales á Laugardalsvelli á föstudag í fyrsta leik liðsins í nýrri Þjóðadeild. Hún verður aftur í eldlínuni með landsliðinu í kvöld þegar Ísland mætir Þýskalandi á útivelli.