Arna Sif, Hulda Björg og Hulda Ósk verðlaunaðar

Fyrir leik Þórs/KA og Keflavíkur í lokaumferð Íslandsmótsins fengu tveir leikmenn treyju að gjöf frá stjórn Þórs/KA vegna leikjaáfanga – sú þriðja er erlendis og gat ekki tekið við sinni.

Markalaust í lokaleiknum

Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Íslandsmótsins í dag.

Lokaleikurinn í dag - Keflvíkingar í heimsókn

Í dag spilar Þór/KA lokaleik sinn í Pepsi Max-deildinni þetta sumarið þegar Keflvíkingar koma í heimsókn.

3. flokkur: B-liðið í undanúrslit Íslandsmótsins

Stelpurnar okkar í 3. flokki í Þór/KA/Hömrunum spiluðu lokaleiki sína í deildakeppni Íslandsmótsins í gær. A-liðið endar í 3. sæti A-deildar, en B-liðið vann sinn riðil í keppni B-liða og er komið áfram í fjögurra liða úrslitakeppni.

Tvær Þór/KA-stelpur eignast barn sama daginn

Þær spiluðu Evrópuleiki saman fyrir þremur árum. Í gær eignuðust þær báðar barn með stuttu millibili.

Lokaleikir 3. flokks

Stelpurnar í 3. flokki í Þór/KA/Hömrunum spila lokaleiki sína í A-deild Íslandsmótsins á miðvikudaginn, 8. september, bæði A- og B-lið, gegn Breiðabliki/Augnabliki.

Hamrarnir:16 spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik

Hamrarnir luku keppni í 2. deildinni föstudaginn 27. ágúst. Í sumar spiluðu 16 stelpur sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu og átta skoruðu sín fyrstu mörk í meistaraflokki.

María Catharina í U19 landsliðshópnum

María Catharina Ólafsdóttir Gros, fyrrum leikmaður Þórs/KA og nú leikmaður Celtic í Skotlandi, valin í U19 landsliðið.

Fjórði útisigurinn í sumar

Þór/KA hífði sig upp í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 2-1 sigri á Fylki í Árbænum í dag.

Þór/KA mætir í Árbæinn

Næstsíðasta umferð Pepsi Max-deildarinnar verður spiluð í dag. Okkar stelpur mæta Fylki í Árbænum kl. 14:00.