Karfan er tóm.
María Catharina Ólafsdóttir Gros, fyrrum leikmaður Þórs/KA og nú leikmaður Celtic í Skotlandi, valin í U19 landsliðið.
Fram kemur í frétt á vef KSÍ að Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hafi valið hóp sem leikur í undankeppni EM 2022. Keppinautar Íslands í riðlinum eru Frakkland, Svíþjóð og Serbía, en leikið er í Serbíu 15.-21. september.
María hefur þegar leikið samtals 24 leiki (3 mörk) með U17 og U16 landsliðunum, en hún spilaði 48 leiki (sex mörk) með Þór/KA áður en hún hélt í atvinnumensku hjá Celtic í Skotlandi.
Landsliðshópinn má sjá í frétt á vef KSÍ.
María hefur nú þegar spilað Evrópuleiki og æfingaleiki með Celtic en í dag spilar hún fyrsta leikinn með liðinu í skosku úrvalsdeildinni, SWPL.