Karfan er tóm.
Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Íslandsmótsins í dag.
Þegar upp er staðið endar liðið í 6. sæti með 22 stig, sama stigafjölda og ÍBV, en betri markamun. Liðið vann fimm leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði sex leikjum.
Við munum fjalla nánar um nýafstaðið keppnistímabil hér á vef okkar á næstu dögum með viðtölum, pistlum, tölfræði, fróðleik og myndum.
Lokastaðan í mótinu og úrslit allra leikja.
Þór/KA hefur notið þess í gegnum tíðina að eiga í góðu sambandi við nokkra góða myndasmiði - drengina með stóru linsurnar sem vappa í kringum völlinn á leikjum. Við höfum oft fengið góðar myndir frá þeim til að nota við hin ýmsu tækifæri, í dagatöl, leikskrár, leikmannakynningar og svo framvegis. Fyrir þetta færum við þeim öllum bestu þakkir.
Hér er myndasafn frá leik dagsins gegn Keflavík, í boði Þóris Ó. Tryggfvasonar.
Egill Bjarni Friðjónsson smellti líka af nokkrum myndum og hér er hans albúm:
Páll Jóhannesson hefur tekið óteljandi myndir á leikjum liðsins í gegnum tíðina. Hér eru þær nýjstu á thorsport.is:
Í umfjöllun á fotbolti.net má einnig finna myndir Sævars Geir Sigurjónsssonar.