Fyrir leik Þórs/KA og Keflavíkur í lokaumferð Íslandsmótsins fengu tveir leikmenn treyju að gjöf frá stjórn Þórs/KA vegna leikjaáfanga – sú þriðja er erlendis og gat ekki tekið við sinni.
Stelpurnar okkar í 3. flokki í Þór/KA/Hömrunum spiluðu lokaleiki sína í deildakeppni Íslandsmótsins í gær. A-liðið endar í 3. sæti A-deildar, en B-liðið vann sinn riðil í keppni B-liða og er komið áfram í fjögurra liða úrslitakeppni.