3. flokkur: Íslandsmeistarar B-liða

Systurnar og fyrirliðarnir Herdís Agla Víðisdóttir og Sigrún Rósa Víðisdóttir lyfta bikarnum. Myndir…
Systurnar og fyrirliðarnir Herdís Agla Víðisdóttir og Sigrún Rósa Víðisdóttir lyfta bikarnum. Myndir: Skapti Hallgrímsson.

 

Stelpurnar í B-liði Þórs/KA/Hamranna í 3. flokki unnu HK í úrslitaleik og eru því Íslandsmeistarar B-liða 2021.

Þór/KA/Hamrarnir áttu góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik og komust í 3-0 á fyrsta hálftímanum með mörkum frá Ólínu Helgu Sigþórsdóttur, Karitas Hrönn Elfarsdóttur og Bríeti Jóhannsdóttur. 

Ragnhildur Sóley Jónasdóttir minnkaði muninn fyrir HK þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Segja má að heppnin hafi verið með Þór/KA/Hömrunum í liði í seinni hálfleiknum því HK átti tvisvar skot í stöng og tvisvar í slá, en náðu þó aðeins þessu eina marki.

Úrslitin því 3-1 og stelpurnar í Þór/KA/Hömrunum Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki.

Við óskum stelpunum, þjálfurum og aðstandendum innilega til hamingju með titilinn. 

Leikskrýrslan á vef KSÍ.


Íslandsmeistarar.
Aftari röð frá vinstri: Birkir Hermann Björgvinsson þjálfari, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Ólína Helga Sigþórsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir, Karítas Hrönn Elfarsdóttir, Lilja Gull Ólafsdóttir, Hanna Klara Birgisdóttir, Úlfhildur Embla Klemenzdóttir, Elsa Dögg Jakobsdóttir og Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: María Björg Steinmarsdóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Sigrún Rósa Víðisdóttir, Herdís Agla Víðisdóttir, Helena Hafdal Björgvinsdóttir, Maríana Mist Helgadóttir.
Mynd: Skapti Hallgrímsson

Systur og fyrirliðar, Sigrún Rósa Víðisdóttir og Herdís Agla Víðisdóttir. Herdís Agla var fyrirliði í sumar, en Sigrún Rósa tók við bandinu í síðustu tveimur leikjunum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.


Áhorfendur létu vel í sér heyra á leiknum. Mynd: HI.