Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, og Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára.
Angela Mary Helgadóttir (2006) er hluti af fjölmennum hópi ungra og efnilegra leikmanna sem koma úr yngri flokkum félaganna og hafa fengið tækifæri með meistaraflokki á undanförnum árum. Hún hefur nú undirritað nýjan samning við Þór/KA.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands héldu stutt málþing og buðu sjálfboðaliðum í vöfflukaffi í Íþróttamiðstöðínni í Laugardal á Degi sjálfboðaliðans, þriðjudaginn 5. desember.
Þór/KA býður stuðningsfólki upp á frábært tilboð, í samstarfi við Icewear. Við höfum til sölu gjafabréf í Icewear sem kaupendur fá með 30% afslætti. Þú getur valið upphæðina á gjafabréfinu og greiðir 70% af andvirðinu.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ásamt liðsfélögum sínum í U20 landsliðinu mæta liði Austurríkis í dag kl. 16 í umspilsleik um hvort liðið fær sæti á HM U20.
A-landsliðið leikur í kvöld mikilvægan landsleik við Wales. Okkar kona, Sandra María Jessen, er að sjálfsögðu í hópnum og klár í slaginn í kvöld. Við heyrðum í henni hljóðið á leikdegi.
Sandra María Jessen er þessa dagana á ferð og flugi með A-landsliði Íslands. Fram undan eru tveir síðustu leikirnir í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið mætir liði Wales ytra í kvöld og svo Dönum í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 5. desember.