Nýr samstarfssamningur Þórs og KA um rekstur Þórs/KA undirritaður

Aðalstjórnir Þórs og KA, fyrir hönd knattspyrnudeilda félaganna, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um rekstur meistaraflokks Þórs/KA frá 1. janúar 2025 til loka tímabilsins 2026. Þá hafa knattspyrnudeildir félaganna gert samstarfssamning um rekstur 2. og 3. flokks Þórs/KA.

Lengjubikar: Þór/KA tekur á móti val á laugardag

Fram undan eru tveir leikir í Lengjubikarnum á örfáum dögum. Við tökum á móti Val í Boganum laugardaginn 8. mars kl. 17 (breytt dagsetning) og spilum svo frestaða leikinn við Fylki í Árbænum á þriðjudag kl. 18.

Kvennakvöldið 2025: Miðasala hefst 5. mars kl. 10

Kvennakvöldið hefur fest sig í sessi og verður haldið 3. maí í Sjallanum. Miðasala hefst á morgun, miðvikudaginn 5. mars, kl. 10:00. 

Búið að draga í happdrættinu - vinningaskrá

Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks Þórs/KA. Alls voru 35 vinningar í boði, en svo bættist við aukavinningur, Airpods 4 frá Vodafone. Það voru því 36 númer sem dregin voru út.

Þór/KA tækniskólinn fyrir fótboltastelpur 6.-7. mars í Boganum

Leikmenn meistaraflokks og þjálfarar verða leiðbeinendur í tækniskóla Þórs/KA fyrir fótboltastelpur í 4.-7. flokki sem haldinn verður í Boganum fyrir hádegi 6. og 7. mars.