Nýr samstarfssamningur Þórs og KA um rekstur Þórs/KA undirritaður
06.03.2025
Aðalstjórnir Þórs og KA, fyrir hönd knattspyrnudeilda félaganna, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um rekstur meistaraflokks Þórs/KA frá 1. janúar 2025 til loka tímabilsins 2026. Þá hafa knattspyrnudeildir félaganna gert samstarfssamning um rekstur 2. og 3. flokks Þórs/KA.