12.11.2021
Nú er orðið ljóst að Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið – í bili, að minnsta kosti.
18.10.2021
Þór/KA býður að venju upp á WC-pappír og eldhúsrúllur frá Papco. Pantaðu hjá leikmanni og fáðu sent heim.
17.10.2021
Þór/KA hefur ráðið fjóra þjálfara fyrir 2. og 3. flokk út næsta tímabil, en félagið tekur nú við rekstri 3. flokks sem undanfarin tvö ár hefur verið samstarfsverkefni unglingaráða félaganna.
17.10.2021
Þrjár stúlkur úr 3. flokki Þórs/KA/Hamranna hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins.
10.10.2021
Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa verið ráðnir sem þjálfarar Þórs/KA til næstu þriggja ára.
05.10.2021
Nú eru liðnar rúmar þrjár vikur frá því að keppni lauk í Pepsi Max-deildinni og tímabært að líta til baka yfir nokkrar tölur, fjölda leikja, leikjaáfanga og fleira. Auðvitað allt til gamans gert.
03.10.2021
María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður með Celtic FC í Skotlandi þegar liðið sigraði Partick Thistle í dag, 6-0.
29.09.2021
Miðvikudaginn 28. september 2011 fengum við eitt besta lið Evrópu til Akureyrar í 32ja liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 1.FCC Turbine Potsdam hafði um langt skeið verið sterkasta lið Þýskalands.
29.09.2021
Karen María Sigurgeirsdóttir (2001) hefur ákveðið að söðla um og gengur í dag til liðs við Breiðablik í Kópavogi. Samningur hennar við Þór/KA var til áramóta, en samkomulag náðist á milli félaganna um að ganga strax frá félagaskiptunum.
29.09.2021
Andri Hjörvar Albertsson, Bojana Kristín Besic og Perry Mclachlan hafa látið af störfum sem þjálfarar hjá Þór/KA og Hömrunum.